Fleiri fréttir

69 prósent búnir að kjósa í RVK suður

Alls höfðu 30184 kosið í Reykjavík Suður klukkan átta í kvöld eða 69 prósent. Það er ívið betra en fyrir tveimur árum síðan þegar 29488 höfðu kosið á sama tíma eða 67,96 prósent.

Finnur fyrir stemningu fyrir Vinstri grænum

„Við þurfum að telja upp úr kjörkössunum og sjá hvernig þetta endar allt saman," segir Svandís Svavarsdóttir, en hún verður nýr þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ef marka

Ívið betri þáttaka í Reykjavík norður en síðast

Kjörsókn klukkan átta í Reykjavíkurkjördæmi norður var 67,02 prósent. Þá höfðu 29.332 manns kosið í kjördæminu. Samanborið við kosningarnar árið 2007 er kjörsóknin þetta árið ívið betri en þá höfðu 65,92 prósent mætt á kjörstað.

Meiri kjörsókn á Suðurlandi en síðast

Alls voru 18870 búnir að kjósa klukkan 18:00 á Suðurlandi samkvæmt tölum frá kjörstjórn. Það eru 1447 fleiri en kusu á sama tíma fyrir tveimur árum síðan eða 17423.

71,2 prósenta kjörsókn í Suðvesturkjördæmi

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan átta var 71,2 prósent. Þá höfðu 41.462 manns kosið. Í samanburði við síðustu kosningar er þetta betri kjörsókn en árið 2007 þegar 36.490 manns höfðu kosið eða 66,9 prósent.

Blá kosningatjöld í Hafnarfirði

„Þau eru varla hreinblá, eiginlega frekar gráblá," segir Jóna Ósk Guðjónsdóttir, yfirmaður kjörstjórnar í Hafnarfirði en kjósendur hafa sett sig í samband við Vísi í dag og bent á að tjöldin fyrir kjörklefunum Í Setbergsskóla séu blá.

Rúmlega 60% kjörsókn í Reykjavík

Rúmlega 27.000 manns höfðu kosið í Reykjavíkurkjördæmi Norður klukkan 19:00 í kvöld sem er 62,49% kjörsókn en á sama tíma árið 2007 höfðu 61,49% kosið.

Töluverður áhugi á kosningunum erlendis

Erlendir fjölmiðlar sýna kosningunum töluverðan áhuga. Stórar fréttaveitur á borð við Reuters og Bloomberg fjalla um málið í dag sem og margir aðrir fjölmiðlar á Norðurlöndunum og í Evrópu.

Viðbúnaður við Hallgrímskirkju

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu upp úr 18:00 í kvöld frá manni sem sagðist vera uppi í Hallgrímskirkjuturni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mátti á manninum skilja að hann ætlaði að hoppa niður úr turninum sem er umlukinn byggingarstillönsunum.

Útsending Stöðvar 2 komin í lag

Tímabundin bilun sem kom upp í útsendingu Stöðvar 2 er nú komin í lag. Þeir sem ekki hafa myndlykil þurftu að horfa á læsta dagskrá þegar fréttir fóru í loftið í kvöld. Nú er hinsvegar búið að kippa þessu í lag.

Jóhanna þurfti túlk

Fjölmenni var á blaðamannafundi forsætisráðherra fyrir erlenda fréttamenn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Erlendir miðlar hafa vikum saman reynt að ná tali að ráðherra og fengu í dag að spyrja hana spurninga með aðstoð túlks.

Liðlega 50% kjörsókn í Kópavogsbæ

Kópavogsbær birtir á klukkustundar fresti upplýsingar um kjörsókn á heimasíðu sinni www.kopavogur.is. Klukkan 17:00 hafði liðlega helmingur kjósenda á kjörskrá í Kópavogi neytt atkvæðisréttar síns í alþingiskosningunum eða 52,9%, 5.441 karl og 5.968 konur. Þetta er umtalsvert meiri kjörsókn en á sama tíma árið 2007. Þá höfðu 48,8% kjósenda kosið í Kópavogi. Aukningin nemur 8,4%.

Var klukkutíma inni í kjörklefa

„Eigum við ekki að segja að ég hafi beitt atkvæðaþófi gegn málþófi þingmanna gegn stjónlagaþingi, persónukjöri og það að koma auðlindunum í þjóðareigu,“ segir Þorvaldur Óttar Guðlaugsson kjósandi í Reykjavík. Segja má að Þorvaldur hafi vakið nokkra athygli í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem hann mætti með umferðarmerki sem merkir „Aðalbraut endar“.

Kjörseðlarnir kláruðust í Borgarnesi

Sýslumaðurinn í Borgarnesi sér um utankjörstaðaatkvæðagreiðslu nú fyrir alþingiskosningarnar. Mikið af fólki dvelur í sumarbústöðum í grenndinni og kýs utankjörstaða í Borgarnesi. Það gerðist hinsvegar í dag að kjörseðlarnir kláruðust og var þónokkur fjöldi sem gat ekki kosið og þurfti að bíða eftir fleiri atkvæðaseðlum. Sækja þurfti þá í Búðardal.

79 ára gamall maður játar íkveikju í Grímsnesi

Karlmaður fæddur 1930 hefur játað að vera valdur að bruna í sumarbústað við Borgarleyni í Grímsnesi í gær. Hann var handtekinn skammt frá brunastað á meðan slökkvistarf stóð yfir og gisti fangageymslur í nótt en var látinn laus eftir yfirheyrslu um hádegisbil í dag.

Kjörsókn í Reykjavík meiri nú en árið 2007

Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu virðast sýna kosningunum mikinn áhuga samkvæmt tölum yfirkjörstjórna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavík suður höfðu 19.738 kosið klukkan 16:00 sem er 45,12% kjörsókn. Það er þremur prósentum meira en í kosningunum árið 2007, en þá höfðu á sama tíma 41,89% kosið.

Kosningavaka á Vísi í alla nótt

Fréttamenn Vísis verða á kosningavaktinni í alla nótt þar sem fylgst verður með gangi mála. Von er á fyrstu tölum upp úr klukkan 22:00 í kvöld og munum við strax í kjölfarið leita viðbragða hjá hinum ýmsu aðilum. Stjórnmálamenn, stjórnmálafræðingar og ýmsir aðrir sérfræðingar munu spá í spilin fram eftir nóttu. Fréttavaktin mun síðan halda áfram strax í fyrramálið þar sem atburðir næturinnar verða gerðir upp.

Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku.

Guðjón Arnar búnn að kjósa

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndaflokksins mætti á kjörstað á Ísafirði um klukkan 10:15 í morgun. Fyrsti kjósandinn á kjörstað mætti klukkan 09:00 jafnvel þótt kjörfundur hæfist ekki fyrr en klukkan 10:00. Eftir að Guðjón Arnar hafði skilað atkvæði sínu í kassan hitti hann yfirkjörstjórn til þess að koma utankjörfundaratkvæði til skila.

Blaðakona í mótmælasvelti

Íransk-bandaríska blaðakonan Roxana Saberi er í mótmælasvelti. Saberi var fyrr í mánuðinum dæmd í átta ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bandaríkin. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum.

Sjötíu manns hafa látist vegna svínaflensu í Mexíkó

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru búnir undir að þurfa að einangra með hraði hluta Mexíkó og Bandaríkjanna þar sem ný tegund svínaflensu hefur greinst í fólki. Talið er að flensan hafi dregið nærri sjötíu manns til bana í Mexíkó.

Upp úr sauð í kosningaþætti í gærkvöldi

Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi.

Kosningadagurinn fer vel af stað

Tvöhundruð tuttugu og átta þúsund manns eru á kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar í dag. Kjörsókn hefur verið með ágætum það sem af er degi.

Sigmundur á kjörstað: Eina vitið að kjósa framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti á einum af nýju framsóknarbílunum í kjörstað fyrir stundu en hann kýs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagðist vera búinn að ákveða sig eftir ágætis yfirlegu og ekkert vit væri í öðru en að kjósa Framsóknarflokinn þar sem hann væri eini flokkurinn sem boðaði raunhæfar aðgerðir. Þetta kom fram í máli Sigmundur sem ræddi við strákana á Bylgjunni í Ráðhúsinu.

Kosningabíll Sturlu skemmdur

Sturla Jónsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur keyrt um á vörubíl með auglýsingu frá sjálfum sér í aðdraganda kosninganna. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann ætlaði af stað í morgun og búið var að losa gám sem var á vagni aftan á bílnum. Litlu munaði að gámurinn færi af vagninum en það var fyrir snarræði Sturlu að ekki fór verr. Hann segir að einnig hafi verið búið að særa slöngu sem liggur úr bílnum í vagninn.

Verkalýðssamtök útrásarvíkinga á svölum Fríkirkjuvegar 11

Hópur sem kallar sig Verkalýðssamtök útrásarvíkinganna hefur sent frá sér tilkynningu og boðar kynningu á stefnumálum sínum á svölum Fríkirkjuvegar 11 í Reykjavík fyrir hádegi í dag. Húsið er sem kunnugt er í eigu þeirra Björgólfsfeðga en svo virðist sem samtökin hafi komið nokkurskonar brúðum fyrir á svölum hússins.

Jóhanna á kjörstað: Ákvað sig fyrir þrjátíu árum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagðist hafa ákveðið hvað hún ætlaði að kjósa fyrir þrjátíu árum síðan þegar hún mæti á kjörstað í Hagaskóla fyrir stundu. Hún sagði sumar í lofti og að Samfylkingin ætlaði að vinna kosningarnar.

Sómalskir sjóræningjar rændu þýsku skipi í morgun

Sómalskir sjóræningjar rændu í morgun þrjátíu og eitt þúsund tonnga flutningaskipi frá Þýskalandi. Að sögn siglingayfirvalda í Kenía hafa þær upplýsingar fengist að sautján manna áhöfn um borð hafi ekki sakað.

Skólum lokað vegna svínaflensu í Mexíkó

Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum leita nú að nýjum tilfellum af skæðri inflúensu sem hefur greinst í löndunum tveimur og hefur dregið minnst 20 til bana í Mexíkó.Óttast er að rekja megi nærri 50 dauðsföll til viðbótar einnig til sjúkdómsins.

Clinton í óvæntri heimsókn til Íraks

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Bagdad í Írak í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til landsins frá því hún tók við embætti utanríkisráðherra. Clinton kemur til Íraks þegar uggur er í brjósti margra eftir blóðuga tvo síðustu sólahringa.

Ástþór æfur út í Rúv - ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld

Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld.

Bjarni á kjörstað: Atvinnan er stærsta velferðarmálið

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætti ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir stundu. Með í för var framtíðin eins og hann orðaði það og hann sagði framtíðina bjarta. Hann sagði nokkuð öruggt hvað hann væri að fara að gera í kjörklefanum og vonaði að flokkurinn fengi fleiri atkvæði en kannanir hafa sýnt upp á síðkastið.

Jóhanna kýs í Hagaskóla

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að mæta í Hagaskóla klukkan 10:30 og kjósa. Áætlað var að Jóhanna myndi kjósa klukkan 9:00 en hún mun ekki mæta fyrr en 10:30.

Búast við sögulegum kosningum

Stjórnmálafræðingar segja kosningarnar um margt sögulegar. Landsmönnum bjóðist að kjósa um stjórn um langa hríð og útlit sé fyrir sögulegt lágmark Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt geti breyst.

Hyggjast borða kjörseðlana

Hópur fólks hefur tekið sig saman og mun stunda atkvæðaandóf í kosningunum í dag. Það felst í því að taka sér góðan tíma í kjörklefanum til að ákveða hvernig atkvæðisréttinum verður beitt. Annar hópur hyggur á kjörseðlaát þannig að seðlarnir skili sér ekki í kjörkassann.

Algengast að merkt sé við tvo á kjörseðli

Fjölmargir ógildir kjörseðlar rata í kjörkassana í hverjum kosningum. Sumir eyðileggja kjörseðlana með því að skrifa vísur eða texta á þá. Aðrir merkja við einn lista en strika yfir frambjóðanda á öðrum lista, sem ógildir alltaf atkvæðið.

Boltinn er hjá ríkisstjórninni

Helstu stjórnendur Landspítalans hittu forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóða landsins á þriðjudag og kynntu fyrir þeim tillögur norskra ráðgjafa um að flytja alla starfsemi spítalans úr Fossvogi í nýbyggingar og endurgert húsnæði við Hringbrautina á næstu árum.

Vernd uppljóstrara og nektardans bíður

Uppljóstrarar úr fjármálalífinu njóta ekki verndar og nektardans er enn heimill fáist til hans undanþága. Frumvörp um breytingar þar á voru meðal þeirra sem ekki voru samþykkt fyrir þinglok. Eignaumsýslufélag ríkisins var aldrei stofnað.

Átján oddvitar geta ekki kosið sjálfa sig

Í kosningunum í dag eru fjölmargir í framboði sem ekki geta kosið sjálfa sig. Helgast það af því að þeir hafa lögheimili í öðru kjördæmi en þeir eru í framboði í.

9.398 fá að kjósa í fyrsta sinn

Í takt við fjölgun þjóðarinnar hafa aldrei jafn margir verið á kjörskrárstofni fyrir kosningar og nú. Alls eru 227.896 á kjörskrárstofni en sú tala segir ekki til um endanlegan fjölda kosningabærra manna. Tekið verður tillit til látinna og þeirra sem fengið hafa nýtt ríkisfang að kosningunum afstöðnum. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Neyttu þá 83,6 prósent atkvæðisréttar síns. Í kosningunum 2003 voru 211.304 á kjörskrá og kosningaþátttakan 87,7%.

Engin blá kjörklefatjöld í ár

Blá kjörklefatjöld munu ekki skýla kjósendum í Reykjavíkurborg í ár, segir Gunnar Eydal, staðgengill skrifstofustjóra hjá borginni. Þau verði þess í stað gráleit.

Segja úthlutanir ólögmætar

„Við erum nokkuð vongóð um að þessi kvörtun muni bera árangur.,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavík ehf. Rannveig, og Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar ehf., hafa sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að láta ákvörðun forvera síns um úthlutun veiðiheimilda á hval í sumar standa.

Afríska þjóðarráðið vann í fjórða skipti

Afríska þjóðarráðið, sem hefur ráðið lögum og lofum í stjórnmálum Suður-Afríku frá því aðskilnaðarstefnan féll, var við það að ná markmiði sínu um að halda 2/3 hluta meirihluta á þingi er bráðabirgðaúrslit þingkosninga voru birt í gær.

Sjá næstu 50 fréttir