Fleiri fréttir

2000 hafa kosið hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Í gærkvöldi höfðu rúmlega 2000 manns kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lýkur í dag. Á kjörskrá eru rúmlega 8 þúsund félagar í Samfylkingarfélögunum í borginni. 19 frambjóðendur, þar af 5 sitjandi þingmenn, takast á um 8 sæti í prófkjörinu.

Gunnar Bragi efstur - Kristni H. hafnað

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði, varð efstur í póstkosningu flokksins í Norðvesturkjördæmi en atkvæði voru talin í gærkvöldi. Kristinn H. Gunnarsson sem nýverið gekk í Framsóknarflokkinn á nýjan leik úr Frjálslynda flokknum varð ekki meðal fimm efstu.

Jeppa ekið útaf Vatnsleysustrandarvegi

Rétt eftir miðnætti var jeppabifreið ekið út af Vatnsleysustrandarvegi. Tveir voru í bifreiðinni og eru meiðsli talin minniháttar. Að sögn lögreglu á Suðurnesjum er bifreiðin mikið skemmd.

Annasamt hjá björgunarsveitum

Annasamt var hjá fjölmörgum björgunarsveitum í gærkvöldi og eftir miðnætti vegna veðurs. Hellisheiðinni, Sandskeiði og Þrengslunum var lokað í gærkvöldi og í nótt.

Víða ófært vegna óveðurs

Ófært er um Hellisheiði, Bröttubrekku og Víkurskarð vegna veðurs. Þá er óveður á Reykjanesbraut, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Annríki hjá björgunarsveitum

Mikið annríki er hjá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu þessa stundina. Björgunarsveitir eru að störfum á sjö bílum á Hellisheiði og í Þrengslum þar sem fjöldi bifreiða situr fastur. Tveir björgunarsveitabílar aðstoða vegfarendur milli

Fólki ráðlagt að vera ekki á ferli

Hjálparsveit skáta í Hveragerði og björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn eru nú í óða önn að ferja fólk af Hellisheiði en fjöldi bifreiða situr þar fastur. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu munu einnig fara til aðstoðar á heiðinni. Búið er að loka Hellisheiði vegna ófærðar.

Frakkarnir komnir í snjóbíl

Frakkarnir tveir sem björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar aðstoðuðu vegna vandræða sem þeir lentu í á Sprengisandi eru komnir í snjóbíl hjá björgunarsveitamönnum. Ferðalangarnir voru á leið í Nýjadal en veður er mjög vont á svæðinu og misstu þeir misst frá sér tjald sem þeir

Gunnar Bragi efstur - Kristinn H. kemst ekki á blað

Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði, er efstur í póstkosningu flokksins í Norðvesturkjördæmi þegar búið er að telja 1250 atkvæði af 1539. Kristinn H. Gunnarsson sem nýverið gekk í Framsóknarflokkinn á nýjan leik úr Frjálslynda flokknum er ekki meðal fimm efstu.

Hellisheiðin lokuð

Hellisheiði er nú lokuð vegna ófærðar. Nokkrar bifreiðar eru fastar á heiðinni og eru björgunarsveitir að vinna að því að aðstoða það fólk. Lögreglan biður þá sem eru fastir í bifreiðum sínum um að halda kyrru fyrir þar til aðstoð kemur.

Vonskuveður í nótt og í fyrramálið

Núna strax í kvöld má búast við austanstormi við suður- og suðausturströndina með hviðum í námunda við fjöll upp á meira en 35 m/s ásamt snjókomu eða slyddu, en þó rigningu allra syðst á landinu.

Tíu árekstrar vegna hálku

Talsverð hálka er á götum Reykjavíkurborgar í kvöld og hafa orðið 10 árekstrar vegna hálku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa þó engin alvarleg óhöpp orðið.

Tveir bílar eyðilögðust í hörðum árekstri

Harður árekstur varð á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við þjóðveg 1 um klukkan 11 í dag. Skullu þar jeppi og fólksbifreið saman vestarlega á brúnni. Betur fór en á horfðist og virtust allir hafa sloppið án alvarlega meiðsla. Bílarnir skemmdust mikið og eru líklega ónýtir.

Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna

Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra.

Flestir vilja Bjarna

Mikill meirihluti vill að Bjarni Benediktsson verði formaður Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Guðlaugur Þór fengi aftur á móti fæst atkvæði af þeim sem nefndir voru.

Lögregla haldlagði 100 kannabisplöntur til viðbótar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag hald á 100 kannabisplöntur. Talið er að málið tengist þremur öðrum húsleitum sem hafa verið gerðar undanfarna daga, en þá voru um 800 plöntur gerðar upptækar.

Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar ásamt Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra, Skúla Þór Gunnsteinssyni lögfræðingi, Jóni Magnússyni skrifstofustjóra auk Elísabetu Jónasdóttur upplýsingafulltrúa.

Drep í brjóstum vegna stórreykinga

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu konu sem fékk drep og sýkingu í brjóstin eftir að hún gekkst undir brjóstaminnkunaraðgerð.

Nítján sækja um FME - Vilhjálmur Bjarna á meðal umsækjenda

Nítján manns sóttu um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins en umsóknarfrestur rann út 11. mars. Á meðal umsækjenda má finna nokkur kunn nöfn úr þjóðlífinu á borð við Vilhjálm Bjarnason, lektor og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota. Athygli vekur einnig að af nítján umsækjendum eru aðeins tvær konur, Þær Tamara Lísa Roesel og Sigrún Helgadóttir.

Mikilvægt skref stigið í málefnum fatlaðra

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir mikilvægt skref hafa verið stigið til hagsbóta fyrir fatlaða í dag þegar undirrituð var viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um flutning málaflokksins til sveitarfélaganna árið 2011. Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um framkvæmdina á þessu ári.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 14. mars

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninganna sem boðaðar eru 25. apríl 2009 hefst við embætti sýslumannsins í Reykjavík þann 14. mars næstkomandi og er opin á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 - 15:30 virka daga. Um helgar er opið frá kl. 12:00 - 14:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýslumanninum í Reykjavík.

Fleiri nefna Guðlaug en Illuga í fyrsta sætið

Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar létu framkvæma könnun um stuðning við fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur fram að 45% sögðust ætla að kjósa Guðlaug en 35% Illuga Gunnarsson sem einnig býður sig fram í fyrsta sætið.

Þjónusta við fatlaða færist til sveitarfélaga

Ríkisstjórn Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað viljayfirlýsingu um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um framkvæmdina á þessu ári. Heildarkostnaður þjónustu við fatlaða sem ríkið sinnir nú nemur um 10 milljörðum króna á ári.

LOGOS vann að yfirtöku Baugs á Mosaic

LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.

Ætlar að gefa útvarpsstjóra nýjan bíl

Lýðræðisshreyfingin, með Ástþór Magnússon í farabroddi, ætla að gefa Páli Magnússyni, útvarpstjóra RÚV, nýja bifreið klukkan tvö í dag. Gjöfin verður afhent við höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleyti. Ekki er ljóst hverskonar bifreið um er að ræða.

Óttast mikið manntjón í aurskriðu í Noregi

Óttast er að fjölmargir hafi farist í aurskriðu í Namsos í Noregi í dag. Skriðan var mörghundruð metra breið og hreif að minnsta kosti með sér sex hús. Auk þess hafði fólk verið úti á göngu þegar skriðan féll.

Lögmenn LOGOS ekki vanhæfir í Baugsmáli

Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri lögmannsstofunnar LOGOS telur stofuna ekki vanhæfa til þess að fjalla um málefni Baugs Group. Erlendur Gíslason einn af eigendum stofunnar var skipaður skiptastjóri Baugs í morgun. Hann segir 55 lögfræðinga starfa hjá stofunni og þó einn starfsmaður sem starfi hjá LOGOS í London hafi eitt sinn unnið fyrir Baug geri það stofuna ekki vanhæfa.

HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks

Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið.

Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs

Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.

Sniglarnir: Hafna ásökunum þingkonu

„Sniglar taka enga pólitíska afstöðu og flokkspólitík kemur okkur ekkert við," segir formaður Sniglanna Ólafur Ingi Hrólfsson, sem vísar ásökunum Helgu Sigrúnar Harðardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, alfarið á bug.

Furðar sig á tillögu um niðurfellingu viðbótarstundar

Sigríður Pétursdóttir fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði furðar sig á því aö lögð skuli fram tillaga um niðurfellingu viðbótarstundar fyrir börn í 2.-4. bekk grunnskólans, enda sé skýrt kveðið á um að standa skuli vörð um grunnþjónustuna í aðgerðaráætlun borgarinnar. Þetta kemur fram í bókun borgarfulltrúans.

Formlega boðað til kosninga 25. apríl

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las upp forsetabréf við upphaf þingfundar í dag þar sem tilkynnt var um þingrof og kosningar þann 25. apríl næstkomandi. Enn er þó allt á huldu um hvenær þingfundum verður hætt enda hafi stjórnmálaflokkarnir ekki náð samkomulagi um það. Jóhanna sagðist leggja mikla áherslu á að öll brýn mál þurfi að afgreiða áður en þingi verði frestað.

Þingkona sakar vélhjólasamtök um skipulagðar árásir

Þingkona Framsóknarflokksins, Helga Sigrún Harðardóttir, sakar Sniglanna meðal annars um að hafa látið misnota sig í annarlegum tilgangi á heimasíðu sinni. Hún hefur takmarkað aðgang að athugasemdarkerfinu vegna þessa.

Karl V. Matthíasson í Frjálslynda flokkinn

Karl V. Matthíasson, sem hingað til hefur gegnt þingmennsku fyrir Samfylkinguna, hefur gengið til liðs við Frjálslynda flokkinn. Karl bauð sig fram í annað sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri á dögunum. Vegna kynjakvóta færðist Karl reyndar upp í fjórða sæti listans en hann ákvað samt sem áður að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við frjálslynda.

Tapaði í prófkjöri en vill verða formaður

Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins á landsþingi sem haldið verður í Stykkishólmi um helgina.

Breiðavíkursamtökin fagna afsökunarbeiðni stjórnvalda

Félagsfundur Breiðavíkursamtakanna lýsir yfir innilegu þakklæti sínu fyrir afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, fyrir hönd stjórnvalda, til fyrrum vistmanna Breiðavíkurheimilisins og fjölskyldna þeirra.

Heildaafli á föstu verði eykst um 27 prósent

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 27 prósent meiri en í febrúar 2008. Aflinn nam alls 99.648 tonnum í febrúar 2009 samanborið við 85.808 tonn í sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar. Þar segir einnig að Botnfiskafli hafi aukist um tæp 1.900 tonn frá febrúar 2008 og nam 43.100 tonnum. Þorskafli jókst um rúm 3.000 tonn og karfaaflinn um rúm 2.300 tonn. „Ýsuaflinn dróst hins vegar saman um 3.200 tonn og ufsaaflinn um 2.000 tonn samanborið við febrúar 2008,“ segir einnig.

Þingrof tilkynnt í dag

Á þingfundi sem hefst klukkan hálfellefu er fyrsta mál á dagskrá tilkynning forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir mun þá formlega tilkynna um þingrof og kosningar til Alþingis sem hafa verið boðaðar þann 25. apríl næstkomandi.

Ráðherra rokkar feitt á styrktartónleikum

Umhverfisráðherra Ástralíu átti óvænta endurkomu upp á svið þegar hann sameinaðist sinni gömlu hljómsveit á styrktartónleikum fyrir fórnarlömb skógareldanna.

Þrettán ára launmorðingi Mexíkómafíu

Rosalio Reta situr við borð í litlu yfirheyrsluherbergi lögreglunnar í Laredo í Texas. Hann er að svara spurningum rannsóknarlögreglumanns um það hvernig morðferill hans hafi byrjað.

Dönsk lögregla kannar bíla skráða erlendis

Lögregla og skattayfirvöld í Danmörku standa nú í heilmikilli aðgerð gegn bíleigendum sem skrá bíla sína erlendis en nota þá heima í Danmörku eins og þeir væru aðeins ferðamenn þar, sem flutt hefðu bíl með sér til landsins tímabundið.

Sjá næstu 50 fréttir