Innlent

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun

Lögreglan upprætti kannabisræktun í húsi í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærdag þar sem 15 plöntur voru í ræktun. Í framhaldi af því var gerð húslelit á örðum stað í borginni þar sem fíkniefni fundust og var karlmaður á fertugsaldri handtekinn vegna rannsóknarinnar.Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan svo enn kannabisræktun í húsi í Hafnarfiðri þar sem all nokkrar plöntur voru í ræktun. Við húsleit þar fundust meðal annars gróðurhúsalampar, sem líklega hefur verið stolið úr gróðurhúsum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×