Innlent

Jón Magnússon genginn í Sjálfstæðisflokkinn

Jón Magnússon, sem kosinn var á þing fyrir Frjálslynda flokkinn, er genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á ný. Þetta var tilkynnt á þingflokksfundi sjálfstæðismanna síðdegis.

Jón var á yngri árum formaður Heimdallar og Sambands ungra sjálfstæðismanna og sat á þingi sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn en bauð sig síðar fram fyrir Nýtt afl og Frjálslynda, sem hann sagði skilið við fyrr í mánuðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×