Innlent

Ólína vill forystusæti í norðvesturkjördæmi

Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur og fyrrverandi skólameistari hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað tveggja forystusæta Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. „Ég hef látið málefni landsbyggðarinnar til mín taka í ræðu og riti undanfarin ár enda er ég búsett á Ísafirði og þekki mætavel hvar eldarnir brenna heitast í dreifðum byggðum landsins," segir hún á bloggsíðu sinni í morgun. Ólína hefur verið ritstjóri Skutulsvefsins en lætur nú af því starfi að minnsta kosti framyfir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×