Innlent

Haldið sofandi eftir gassprenginguna

Ungi maðurinn, sem brenndist alvarlega í gassprengingu í gömlu íbúðarhúsi á Akureyri í gærmorgun, var í gær fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem honum er haldið sofandi. Hann hefur ekki verið yfirheyrður þannig að málsatvik liggja ekki fyrir. Tuttugu og sex gaskútar reyndust vera í húsinu og eru þeir að líkindum allir þýfi. Talið er að húsið sé ónýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×