Innlent

Borgarbúar hvattir til að ganga að göflunum

MYND/Páll

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um hugmyndaleit um leiðir til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Skipulagsstjóra hefur verið falið að undirbúa hugmyndaleitina meðal almennings og er ætlunin að finna leiðir til að gæða gafla miðborgarinnar lífi.

Í greinargerð skipulagsráðs kemur fram að í slíkri samkeppni felast margskonar sóknarfæri og möguleikar fyrir skapandi fólk, listamenn, arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti hugmyndaleitin því orðið atvinnuskapandi.

„Í hugmyndaleitinni gætu t.d. komið fram hugmyndir um gróður, myndlist eða nýja eða óvænta efnisnotkun í skreytingum á göflum húsa í miðborginni," segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×