Fleiri fréttir

Minni samgöngumiðstöð

Samgönguráðherra slær ekkert af kröfum um að samgöngumiðstöð rísi en sér fyrir sér að hún verði minni. Hann ræddi málið við borgarstjóra í morgun.

Jónína Rós vill efsta sætið hjá Samfylkingu

Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhalsskólakennari og formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. - 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Framsóknarboð Óskars: Braut engar reglur

Óskar Bergsson formaður borgarráðs segir engar reglur hafa verið brotnar þegar hann hélt móttöku fyrir sveitastjórnarfulltrúa framsóknarflokksins sem sátu ráðstefnu á vegum flokksins í Ráðhúsinu. Hann segir engar athugasemdir hafa verið bókaðar í forsætisnefnd vegna málsins og heyrði fyrst af þeim í dag. Hann vill ekki svara því til hvort hann ætli að segja af sér vegna málsins.

Skúli vill annað sætið í Reykjavík

Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun.

Seðlabankafrumvarp skapar stjórnsýslubastarð

Þeir tveir seðlabankastjórar sem enn starfa, telja að ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um yfirstjórn bankans verði að lögum skapi það stjórnsýslubastarð. Frumvarpið feli ekki í sér að Davíð Odsson þurfi að láta af störfum.

Lúxusbílar Kaupþings seldir með 75% afslætti

Algengur afsláttur af lúxusbílum í dag er á bilinu 30 til 40 prósent að sögn eiganda bílsölu. Útlendingar fá aftur á móti helmings afslátt af slíkum bílum. Kaupþing seldi sinn bílaflota með allt að 75 prósenta afslætti.

Fórnarlamb hnífsstungu: Of þungur dómur

Karlmaður á þrítugsaldri, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stinga hálfbróður sinn í bakið. Fórnarlambið segir dóminn yfir litla bróður sínum allt of þungan.

Eyddu margföldum sparnaði Landspítalans í lúxus

Stjórnendum Landspítalans er gert að spara tvo komma sex milljarða króna á þessu ári og útlit er fyrir að það sé bara byrjunin. Það eru þó smáaurar miðað við tölurnar sem tengjast landvinningum útrásarvíkinga síðustu misseri.

Dagur og Svandís gagnrýndu veisluhöld Óskars

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, segist hafa gagnrýnt áform Óskars Bergssonar vegna fundar sem hann hélt með sveitarstjórnarfulltrúum Framsóknarflokksins í Ráðhúsinu.

Óskar fékk leyfi forsætisnefndar fyrir framsóknarboði

Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Óskar Bergsson lagði fram ósk á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar á síðasta ári um að fá að halda gestamóttöku fyrir sveitarstjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins. Það var samþykkt þann fjórða nóvember af nefndinni en það voru þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson sem samþykktu beiðni Óskars og reyndar fleiri móttökur.

Þekkir einhver þessa menn?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda myndavélatösku sem er í vörslu óskilamunadeildar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í töskunni séu nokkrar myndir, auk annars búnaðar, og hefur lögreglan ákveðið að birta eina myndina í von um að upplýsa málið.

Vilja að Reykjavíkurborg leggi í átak í viðhaldsframkvæmdum

Samfylkingin og Vinstri græn lögðu fram ítarlega tillögu um átak í viðhaldsframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar og Félagsbústaða hf. á fundi borgarstjórnar í dag. Tilgangurinn er bregðast við alvarlegri stöðu og atvinnuleysi í byggingariðnaði.

Tæp átján prósent misst vinnu eða lent í skerðingu á starfshlutfalli

Í nýrri könnun MMR þar sem spurt var um áhrif kreppunnar á atvinnu fólks kemur í ljós að 5,8 prósent segjast hafa misst atvinnuna vegna kreppunnar. Í tilkynningu frá MMR segir að þetta sé í takt við tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi þar sem fram kemur að atvinnuleysi mældist 6,6 prósent í janúar síðastliðnum samanborið við 1,3 prósent í september 2008.

Svandís býður sig fram til Alþingis

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sætið fyrir alþingiskosningar í Reykjavík í forvali flokksins sem fer fram í byrjun mars.

Fimm ára fangelsi fyrir að stinga bróður sinn

Ingi Páll Eyjólfsson, 21 árs gamall, var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að hálfbróður sínum, þann 25. nóvember síðastliðinn, og stungið hann með hníf í bak og öxl með þeim afleiðingum að hann hlaut töluverð meiðsl.

Ólafur krafðist afsagnar Óskars Bergssonar

Ólafur F. Magnússon krefst þess að Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segi af sér vegna þess sem að hann kallar misnotkun á mótttökustarfsemi og ýmsu öðru sem varði stjórn borgarinnar í tíð núverandi borgarstjórnar.

Gasmaður áður sprengt sig í loft upp

Maðurinn sem bjó í húsi sem sprakk í morgun hefur áður skaðbrennt sig þegar hann var að sniffa gas, þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Talið er að upptök eldsins hafi komið til vegna leka á einum af 25 gaskútum sem maðurinn geymdi á heimili sínu.

Sigríður Andersen vill á þing

Sigríður Á. Andersen héraðsdómslögmaður tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í næsta mánuði og mun sækjast eftir stuðningi flokksmanna í eitt af efstu sætum.

Geir vildi ná í Brown en fékk ekki samband

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra reyndi að ná í Gordon Brown forsætisráðherra Breta í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Hann náði hins vegar ekki sambandi við hann og talaði því við Alistair Darling fjármálaráðherra í staðinn. Þetta kom fram í máli Geirs á Alþingi í dag þar sem rætt var um viðbrögð Breta í Icesave deilunni.

Álfheiður vill 1. - 2. sæti í Reykjavík

Álfheiður Ingadóttir gefur kost á sér í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, sem fram fer 7. mars næstkomandi.

Icesave-viðræðurnar þokast af stað á ný

Framhald verður á viðræðum við Breta og Hollendinga varðandi Icesave málið á næstunni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í umræðu utan dagskrár um ástæður Breta fyrir því að beita hryðjuverkalöggjöf á Íslandi að lítið hefði þokast í samningaviðræðum um Icesave á þessu ári.

Lögreglan leitar að pallbíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að pallbíl sem stolið var á bílasölu í borginni. Um er að ræða blágráan Nissan King Cab, árgerð 1995, með skráningarnúmerinu VN-594. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Stórhætta af gaskútum í húsinu sem brann

Tugir gaskúta fundust í húsinu sem brann á Akureyri í morgun. Heimildir fréttastofu herma að húsið hafi verið afdrep fíkniefnaneytenda sem hafi stundað það að sniffa gas á kútum. Vaktstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir að slökkviliðsmönnum hafi stafað stórhætta af kútunum því þótt þeir hafi flestir verið tómir þá sé enn mikil sprengihætta af kútunum.

Greiningadeildin: Skipulagt vændi og mansal hér á landi

Skipulögð vændisstarfsemi er til staðar hér á landi samkvæmt greinindadeild ríkislögreglustjórans en þar kemur jafnframt fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsi að erlendar vændiskonur geri út þjónustu sína hér á landi. Mikill hluti af tekjum þessara kvenna eru svo sendir úr landi. Þá telur greiningadeildin að starfsemin tengist oft fíkniefnaheiminum. Vísir og Stöð 2 hafa nýlega greint frá tveimur tilvikum erlendra vændiskvenna en þær eru gerðar út sitthvoru megin við lögreglustöðina við Hlemm.

Sparnaðaraðgerðir draga úr öryggi

Þær miklu sparnaðaraðgerðir sem grípa þarf til á Landspítalanum þýða bæði minna öryggi fyrir sjúklinga og verri heilsu þjóðarinnar. Þetta segirHjördís Þórey Þorgeirsdóttir formaður félags ungra lækna og leggur áherslu á að haft sé samráð við þá sem sinna sjúklingnum þegar skorið er niður.

Jóhanna ætlar ekki að vanda um fyrir Ólafi Ragnari

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að biðja Ólaf Ragnar Grímsson forseta að gæta orða sinna í framtíðinni. Þetta kom fram hjá Jóhönnu á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Orð forsetans hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið en hann hefur tvívegis á skömmum tíma þurft að bera til baka ummæli sem höfð hafa verið eftir honum í erlendum fjölmiðlum.

Breytingar verði gerðar á kosningalögunum

Frumvarp um breytingar á kosningalögum var kynnt í ríkisstjórn Íslands í morgun. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu kom fram að Þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra muni standa að frumvarpinu. Formenn allra flokka á þinginu munu kynna málið fyrir sínum þingflokkum á miðvikudaginn.

Steingrímur vill afnema verðtrygginguna

Fjármálaráðherra þjóðarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, vill afnema verðtrygginguna. Hann lýsti þessu yfir á borgarafundi í Háskólabíói í gærkvöldi.

Björgvin vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur lýst yfir framboði í Suðurkjördæmi og sækist hann eftir fyrsta sæti listans sem hann skipaði í síðsustu kosningum. Samþykkt hefur verið að halda netprófkjör þar sem tvö efstu sætin eru bundin sitt hvoru kyninu.

Greiningadeildin: Aukin hætta á hryðjuverkum

Greiningadeild ríkislögreglustjórans telur aukna hættu á hryðjuverkum hér á landi samkvæmt skýrslu þeirra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum. Í skýrslunni segir að aukin alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi og greiðari för fólks milli landa hefur í för með sér aukna hættu á að hérlendis verði framin hryðjuverk eða fram fari undirbúningur hryðjuverkaárása í öðrum löndum.

Greiningadeildin: Fíkniefnaviðskipti arðbær í kreppu

Ein af afleiðingum hruns fjármálakerfisins og þeirrar efnahagskreppu sem skollin er á verður sú að hagnaði af fíkniefnaviðskiptum verður í auknum mæli varið til fjárfestinga hérlendis er ein af meginniðurstöðum skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi sem ríkislögreglustjóri gaf út í dag.

Hvalaskoðunarfyrirtækin vilja veiðimenn úr Faxaflóa

„Ef svo ótrúlega vill til að ráðamenn leyfi hrefnuveiðar þarf Reykjavíkurborg að standa við bakið á hvalaskoðunarfyrirtækjum við Reykjavíkurhöfn, að Faxaflóinn verði griðland þar sem veiðar verða ekki leyfðar," segja forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna Eldingar og Hvalalífs í bréfi til Áslaugar Friðriksdóttur, formanns menningar- og

Telja lögreglu í Danmörku sýna kynþáttafordóma

Um 16 prósent Dana telja lögregluna þar í landi almennt gera sig seka um að mismuna fólki eftir kynþætti og þriðjungur þeirra sem nýleg Gallup-könnun náði til telja nýleg ummæli lögreglumanns um mótmælanda, sem mótmælti stríðinu á Gaza-svæðinu, hafa verið niðrandi með tilliti til kynþáttar hans en lögreglumaðurinn notaði orðið „perle" sem er eins konar slanguryrði yfir fólk frá Austurlöndum. Málið hefur hlotið töluverða athygli í dönskum fjölmiðlum.

Ráðherra segir af sér vegna ölvunar

Japanski fjármálaráðherrann Shoichi Nakagawa hefur boðað afsögn sína í kjölfar ásakana um að hann hafi verið áberandi ölvaður á blaðamannafundi í kjölfar ráðstefnu sjö stærstu iðnríkja heims um helgina.

Obama skipar fimmtu björgunarnefndina

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað sérstaka nefnd undir forystu Timothys Geithner fjármálaráðherra til að hafa yfirumsjón með enduruppbyggingu ameríska bílaiðnaðarins.

Afrísk flugáhöfn tekin með fíkniefni - aftur

Fimmtán manna áhöfn suðurafríska flugfélagsins South African Airlines var handtekin á Heathrow-flugvellinum í London í gær við komu frá Jóhannesarborg eftir að fimm kílógrömm af meintu kókaíni fundust í fórum áhafnarinnar.

Erlendar skuldir bankanna eru hagkerfinu ofviða

Erlendar skuldir gömlu bankanna eru íslensku hagkerfi ofviða og í engu samaræmi við landsframleiðslu okkar, sagði Haraladur L. Haraldsson, hagfræðingur og einn frummælenda á opnum borgarafundi í Háskólabíói í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir