Erlent

Dæmdur morðingi slapp af geðspítala

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dæmdur morðingi gengur laus í London eftir að hafa sloppið af Springfield-geðsjúkrahúsinu en hann var dæmdur til að afplána refsivist sína þar vegna geðveilu. Lögregla lýsir manninum sem mjög hættulegum og er fólk varað við að reyna að nálgast hann en hvatt til að hafa strax samband við lögreglu sjái það til strokufangans.

Heimildamenn Telegraph hjá Scotland Yard segja að lögreglan sé orðin þreytt á ítrekuðum flótta hættulegra glæpamanna frá Springfield-sjúkrahúsinu en yfirlæknir ber við mannfæð og fjárskorti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×