Erlent

Enn biðja bílaframleiðendur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler hafa farið fram á enn frekari fjárhagsaðstoð frá bandarískum yfirvöldum og óska eftir samanlagt 22 milljörðum dollara til viðbótar við það sem þegar hefur verið látið í té.

Auk þessa tilkynntu yfirmenn General Motors að þeir myndu segja upp 47.000 starfsmönnum sínum um allan heim á þessu ári. Að lokum óska General Motors eftir kaupanda að sænsku bílaverksmiðjunum Saab sem eru í þeirra eigu og segja útilokað að fyrirtækið geti lagt meiri peninga í Saab eins og er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×