Fleiri fréttir

Obama leitar jafnvægis

Barack Obama Bandaríkjaforseti reynir nú að finna jafnvægi milli repúblikana á hægri kantinum, sem telja efnahagsráðstafanir hans leggja of miklar byrðar á ríkissjóð, og demókrata á vinstri kantinum, sem vilja ganga enn lengra í að nota skattfé til að bjarga efnahagslífi landsins.

Afsögnin óvenjuleg

Afsögn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra markar viss tímamót þegar hún er borin saman við aðrar afsagnir ráðherra hér á landi, segir Gunnar Helgi Krist­insson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Áfram rætt um vopnahlé

Hundruð manna hlupu í ofboði út úr nokkrum stjórnarbyggingum á Gasa­svæðinu í gær þegar orðrómur komst á kreik um að Ísraelar ætluðu að gera nýja sprengjuárás.

Mótmælt við Seðlabankann

Hópur fólks er saman kominn við suðurhlið Seðlabankans og mótmælir bankastjórninni. Um 30 manns er á staðnum að sögn lögregu, kveikt hefur verið í bálkesti og syngur fólkið mótmælasöngva. Markmiðið er að "reka illa anda" út úr bankanum, eins og fólkið orðaði það við lögreglu. Allt hefur farið fram með friðamlegum hætti og fylgist lögregla með aðgerðinni úr fjarlægð. Ætlunin er að vera á svæðinu til miðnættis.

Kosið um róttækar breytingar í Bólivíu

Kosið var um róttækar breytingar á stjórnarskrá Bólivíu í dag. Verði breytingarnar samþykktar aukast völd ráðamanna í La Paz, höfuðborg Bólivíu, umtalsvert og gefa sósíalistanum Evo Morales, sitjandi forseta, færi á að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á stóli forseta.

Ráðherrar og þingmenn á borgarafundi

Boðað hefur verið til borgarafundar á Hótel Selfossi annað kvöld. Yfirskrift fundarins er: ,,Staða þjóðarinnar. Fortíð – Nútíð – Framtíð."

,,Geir er fínn"

Á meðan Geir stóð í ströngu í dag í fundarhöldum um framtíð stjórnarsamstarfsins fékk hann heimsókn frá tveimur ungum nágrönnum sínum.

Jónas fær 20,4 milljónir

Jón Sigurðsson, fráfarandi formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, segist velta því fyrir sér að segja af sér í bankaráði Seðlabankans í kjölfar tíðinda dagsins. Stjórn Fjármálaeftirlitsins lét af störfum í dag eftir að hún gerði starfslokasamning við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra eftirlitsins. Hann mun láta af störfum 1. mars og fær 20,4 milljónir á 12 mánaða uppsagnarfresti.

Ábyrgðaleysi að skilja landið eftir stjórnlaust

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ábyrgðaleysi að skilja landið eftir stjórnlaust. Hann segir að allir flokkar beri ábyrgð og mikilvægt sé að samningar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn haldi.

Framtíð stjórnarinnar ræðst á morgun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að framtíð stjórnarsamstarfsins ráðist líklega á morgun. Ekki sé hægt að bíða mikið lengur.

Afsögn Björgvins vekur athygli

Íslenska ríkisstjórnin er fyrsta pólitíska fórnarlamb alheimskreppunnar að mati erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um afsögn viðskiptaráðherra.

Sullenberger fagnað sem hetju

Flugstjóranum sem nauðlenti farþegaflugvél í Hudson fljóti í New York fyrir tíu dögum var fagnað sem hetju í heimabæ sínum í gær.

Þjóðstjórn besti möguleikinn

Þjóðstjórn er besti möguleikinn í stöðunni að mati Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinsti grænna. Hann segist ekki hins vegar ekkert hafa rætt við forystumenn Samfylkingarinnar í dag. Steingrímur segir að sér virðist að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum. Upplausnarástand sé á stjórnaheimilinu.

Þyrla sækir ökklabrotinn mann við rætur Esju

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú á sjötta tímanum við Landspítalann með slasaðan vélsleðamann, sem féll ofan í gili við Landamannalaugir, fór hún strax í annað útkall.

Jón hættir líka í Seðlabankanum

Jón Sigurðsson gerir ráð fyrir að biðjast lausnar úr starfi sínu í stjórn Seðlabanka Íslands, en hann er varaformaður stjórnarinnar skipaður af Samfylkingunni. Fyrr í dag lét hann af störfum sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Frá þessu er greint á vefsíðu DV.

Ingibjörg komin til Geirs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er komin til Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, til að funda með honum á heimili hans í Vesturbænum. Með henni er Össur Skarphéðinsson.

Vonar að Davíð verði látinn fara úr Seðlabankanum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vonar að Sjálfstæðisflokkurinn sjái til þess að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrum formaður flokksins, verði látinn víkja. Hún segir að með afsögn Björgvins G. Sigurðarssonar, Viðskiptaráðherra, og stjórnar Fjármálaeftirlitsins hafi ákveðið skref verið stigið. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Ragnheiður vonar að flokkur sinn hafi kjark til að stíga sama skref með bankaráð bankastjóra Seðlabankans.

Mikið að gera hjá Landhelgisgæslunni - þyrla sækir mann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast í dag. Klukkan rúmlega þrjú barst beiðni í gegnum Neyðarlínuna um aðstoð þyrlu við að sækja mann í Landmannalaugar sem féll ofaní gil. Að sögn félaga mannsins var vonlaust að komast að staðnum og nálægar Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar voru kallaðar út.

Nokkur hundruð mótmæltu ofbeldi

Nokkur hundruð manns komu saman á Lækjartorgi í dag og mótmæltu ofbeldi og eignarspjöllum. Hugsunin á bak við fundinn var að skapa tækifæri fyrir fólk, sama hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafi til að mótmæla þeim ofbeldisaðferðum sem afmarkaður hópur hefur beitt að undanförnu.

Jónas hættir 1. mars

Stjórn Fjármálaeftirlitsins gekk í dag frá samkomulagi um starfslok Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra eftirlitsins, frá 1. mars.

Viðurkennir að hafa ekið á mann og keyrt í burtu

Karlmaður á þrítugsaldri hefur viðurkennt að hafa ekið á ungan mann á Laugaveginum í Reykjavík í fyrrinótt og stungið af. Maðurinn sem fyrir bílnum varð hlaut höfuðáverka og var fluttur lífhættulega slasaður á slysadeild þar sem hann liggur enn.

Fundað á heimilum Geirs og Ingibjargar

Algjör óvissa ríkir um hvort ríkisstjórnin lifi út daginn og er talið allt eins líklegt að stjórnarslit verði áður en þessi sólarhringur er allur. Forystumenn stjórnarflokkanna áttu klukkustundarlangan fund á heimili Geirs H. Haarde forsætisráðherra í hádeginu um framhald samstarfsins.

Mótmælendur á Lækjartorgi og Austurvelli

Mótmælafundur gegn ofbeldi og eignarspjöllum hófst á Lækjartorgi nú klukkan þrjú. Tilgangurinn er að hvetja fólk til að beita ekki ofbeldi í mótmælum. Þar eru á fimmta tug mótmælenda samankomnir.

Síðasta stóra vígi Tamíltígra fallið

Stjórnarherinn á Srí Lanka hefur lagt undir sig síðasta stóra vígi uppreisnarmanna Tamíltígra í landinu. Talsmaður hersins greindi frá því fyrir stundu að herinn hefur náð á vald sitt hafnarbænum Mullaittivu í austurhluta landsins. Stjórnarhermenn hafa ekki stigið fæti í Mullaittivu síðan Tamíltígrarnir lögðu bæinn undir sig 1996. Tígrarnir eru þó enn með stjórn í nokkrum smærri þorpum. Talsmaður stjórnarhersins segir að yfirráðasvæði tígranna nái nú aðeins yfir 300 ferkílómetra svæði en það var 15.000 ferkílómetrar áður en aftur kom til átaka 2006. Talsmenn tamíltígranna hafa ekki tjáð sig um átök morgunsins.

Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar: Bíðum ekki eftir Sjálfstæðisflokknum

,,Samfylkingin hefur mikið verk að vinna á næstu 100 dögum. Við munum ekki hlaupast frá erfiðum verkum en hitt er morgunljóst að við munum ekki bíða lengur eftir því að samstarfsflokkurinn leggist á árarnar með okkur í bráðnauðsynlegum björgunaraðgerðum," segir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í leiðara á vefsíðu flokksins.

Samfylkingarfólk segir afsögn Björgvins koma of seint

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi, fagnar afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra og segist hafa í langan tíma talað fyrir því að hann léti af embætti. ,,En mikið ósköp er þetta seint í rassinn gripið," segir Oddný á vefsíðu sinni.

Utanþingsstjórn vænlegur kostur

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, segir að hér sé stjórnarkreppa og að utanþingsstjórn sé vænlegur kostur í stöðunni. Hann telur að stjórnmálaflokkarnir eigi í ljósi stjórnmálaástandsins og veikinda formanna stjórnarflokkanna að íhuga myndun utanþingsstjórnar.

Ræða ekki um mannabreytingar - óvíst hvort að stjórnin haldi velli

Forystumenn ríkisstjórnarinnar ræddu ekki breytingar á ríkisstjórninni eða yfirstjórn Seðlabankans, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Hann teludr óvíst hvort að ríkisstjórnin haldi velli. Þetta sagði Geir við fréttamenn fyrir utan heimili sitt en þar funduðu forystumenn stjórnarnarflokkanna sem hófst fyrir hádegi. Þeim fundi er lokið.

Efast um að stjórnin lifi daginn af

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að Björgvin G. Sigurðsson hafi áttað sig á því að ríkisstjórnin eigi ekki langt eftir og hafi þar af leiðandi sagt af sér. Sigmundur segir að það eigi hugsanlega eftir að gagnast honum.

Ákvörðun Björgvins eðlileg - vill þjóðstjórn

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir mikil tíðindi felast í ákvörðun Björgvins G. Sigurðssonar að láta af embætti viðskiptaráðherra. ,,Ég skil vel afstöðu Björgvins og tel að hún sé eðlileg og rétt."

Ofsaveður í S-Evrópu

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að ofsaveður gekk yfir Suður-Evrópu í gær. Vindhraðinn náði fellibylsstyrk sumstaðar á svæðinu en vitað er að hann fór upp í ríflega fimmtíu metra á sekúndu. Úrhellisrigning var einnig.

Funda á heimili Geirs

Formenn stjórnarflokkanna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funda nú á heimili Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Óvissa ríkir um ríkisstjórnarsamstarfið en afsögn Björgvins G. Sigurðssonar þykir þó hafa aukið líkur á að stjórnin haldi velli.

Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint.

Þiggur ekki biðlaun

Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan.

Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn

,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins.

Ríkisstjórnin er að bregðast við þrýstingi

,,Þetta er afleiðing af þeim mikla þrýstingi sem til er orðinn í samfélaginu um meiriháttar uppstokkun í stjórnsýslunni og kröfuna um lýðræðislegt uppgjör með kosningum. Ríkisstjórnin er að drattast til að stíga skref sem hún hefði átt að vera búinn að fyrir löngu síðan," segir Ögmundur Jónssonar, þingflokksformaður Vinstri grænna, um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar.

Hádegisfréttum sjónvarpað

Hádegisfréttatími fréttastofu verður sendar út í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Rætt verður við Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðing, og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna.

Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum

Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum.

Hörð átök á Srí Lanka

Stjórnarher Srí Lanka mun við það að leggja undir sig hafnarbæinn Múllætívú í austurhluta landsins. Hart mun barist þar þessa stundina. Bærinn er sá síðasti sem er á valdi uppreisnarmanna Tamíltígra.

Formennirnir funda á eftir

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ætla að hittast fundi í dag til að ræða stjórnarsamstarfið. Mikil óvissa er um framhald þess og hefur Ingibjörg fundað stíft með flokksmönnum sínum um helgina til að ræða málin. Innan Samfylkingarinnar eru skiptar skoðanir um hvort að halda eigi samstarfinu áfram og hafa nokkur aðildarfélaganna ályktað um að slíta eigi því strax. Ingibjörg Sólrún fundaði með formönnum allra aðildarfélaganna í gær og með stjórn Samfylkingarinnar.

Björgvin segir líklega af sér

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra.

Opið í Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag og voru lyftur gangsettar nú klukkan tíu en þar verður hægt að skíða til klukkan fimm síðdegis. Að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra skíðasvæða, er logn í Bláfjöllum og hiti við frostmark og segir hann allt stefna í frábæran dag í fjöllunum. Þess má þó geta að Vegagerðin varar ökumenn við flughálku á Bláfjallavegi.

Sjá næstu 50 fréttir