Fleiri fréttir

Vantar herslumuninn í gróðurhús á Litla-Hraun

„Þetta er alveg að takast,“ sagði Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sem enn stendur í ströngu við að safna fé fyrir gróðurhúsi handa föngum á Litla-Hrauni. Auður segir tæpa hálfa milljón hafa safnast en hún setji stefnuna ótrauð á 750.000 krónur.

Þingmenn gistu á lúxushóteli við Elliðavatn

Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu.

Bretar leita stuðnings Úkraínumanna gegn Rússum

Utanríkisráðherra Bretlands, David Miliband er nú í Úkraínu vegna viðræðna um að mynda bandalag gegn yfirgangi Rússa. Á hann fund með forseta landsins, Victor Yushchenko og utanríkisráðherra landsins Volodymyr Ohryzko.

ASÍ vonsvikið með hækkanir hjá fyrirtækjum hins opinbera

Alþýðsamband Íslands er vonsvikið með þær hækkanir hjá opinberum aðilum sem fram koma í nýjustu tölum Hagstofunnar. Vonast hafði verið til að opinber fyrirtæki héldu að sér höndum við verðlagshækkanir en fyrirtæki á borð við Póstinn og Ríkisútvarpið hafa hækkað verðskrár sínar sem skilar sér í hækkun vísitölu neysluverðs.

Fundu um 200 grömm af fíkniefnum

Tæplega 200 grömm af fíkniefnum fundust við húsleit á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld. Talið er að megnið sé kókaín, en einnig nokkuð af amfetamíni. Karl á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins.

Fyrirætlanir flugræningja óljósar

Flugræningjar sem rændu súdanskri farþegavél í gær og létu hana fljúga til Libyu hafa sleppt öllum farþegunum 95 úr haldi.

Ölvaður og réttindalaus á dráttarvél

Í gær var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra ákæra á hendur rúmlega þrítugum karlmanni sem gefið er að sök að hafa ekið dráttarvél ökuréttindalaus og undir áfengisáhrifum sem námu 2,14 prómillum eftir vegi við Daufá í Skagafirði áleiðis að Saurbæ uns lögregla stöðvaði akstur hans.

Hernaðarandstæðingar fagna vopnalausum friðagæsluliðum

Samtök hernaðarandstæðinga fagna ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra að íslenskir friðagæsluliðar munu eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Samtökin lýsa hins vegar yfir vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningi Icelandair Cargo til Georgíu.

Slökkviliðið kallað að Mosarima

Slökkvilið fékk tilkynningu um reyk í íbúð í Mosarima um tíuleytið í morgun. Ákveðið var að senda tvo dælubíla og sjúkrabíla á staðinn. Þegar þangað var komið varð ljóst að pottur hafði gleymst. Töluverður reykur var í íbúðinni og var hún reykræst.

Fasteignamarkaðurinn hrynur í Noregi

Fasteignir hafa hrunið í verði og íbúðir seljast ekki á Norðurlöndunum frekar en annarsstaðar. Jafnvel olíufurstarnir í Noregi hafa þurft að takast á við það.

Makríll veiðist sem aldrei fyrr

Makrílafli íslensku síldveiðiskipanna er kominn í um það bil hundrað þúsund tonn í sumar, en var 36 þúsund tonn í fyrra, sem var metafli til þess tíma.

Erfið fæðing hjá ljósmæðrum

Kjarafundur ljósmæðra með samningamönnum ríkisins, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara í gærmorgun, stóð fram undir miðnætti og var þá frestað fram á sunnudag.

Landsliðið lendir á Reykjavíkurflugvelli

Þota Icelandair, sem mun flytja íslenska handboltaliðið til landsins, á að lenda á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf fimm í dag. Fyrst mun hún þó lenda á Keflavíkurflugvelli þar sem aðrir farþegar fara úr.

Hillary Clinton hvetur til stuðnings við Obama

Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður hvatti demókrata til að styðja Barack Obama í bandarísku forsetakosningunum. Þetta kom fram í máli hennar þegar hún ávarpaði landsþing Demókrataflokksins

Flugræningjar vilja að flogið verði til Parísar

Ræningjar súdönsku farþegavélarinnar sem rænt var í gær krefjast þess nú að vélinni verði flogið til Parísar. Vélin lenti í Kufra í Líbýu skömmu eftir ránið í gær eftir að egypsk stjórnvöld höfðu bannað að henni yrði lent í Egyptalandi.

Jarðskjálfti í Austur-Síberíu

Jarðskjálfti skók Austur-Síberíu snemma í morgun og olli töluverðri skelfingu en svo virðist sem manntjón hafi ekki orðið. Víða varð rafmagnslaust, símasamband rofnaði og loka þurfti bönkum

Níu ár í viðbót fyrir að kveikja í fangaklefa

Fangi í Illinois í Bandaríkjunum sem afplánar 38 ára dóm fyrir vopnað rán og morð fékk níu ára fangelsisvist í viðbót ofan á fyrri dóm sinn fyrir að kveikja eld í fangaklefa sínum.

Innanlandsflug í Bandaríkjunum tafðist vegna bilunar

Miklar tafir urðu á innanlandsflugi í Bandaríkjunum í gær vegna bilunar í tölvukerfi flugmálastjórnar þar í landi. Gerði bilunin það að verkum að keyra þurfti allar flugáætlanir gegnum tölvukerfi flugmálastjórnar í Salt Lake City sem annaði ekki álaginu.

Kjarafundi ljósmæðra lauk án samkomulags

Maraþonfundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk upp úr klukkan níu í kvöld. Fundur hafði þá staðið yfir frá klukkan tíu í morgun en honum lauk án nokkurs samkomulags.

Guðni viðurkennir að hafa umorðað ræðu sína

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkennir í samtali við Vísi að hann hafi umorðað ræðu sína um siðgæði í grunnskólum á Alþingisvefnum eftir að hann flutti hana í ræðustól Alþingis.

Frítt í strætó fyrir fögnuðinn á morgun

Strætó bs hefur ákveðið að bjóða frítt í allar ferðir strætó á morgun frá klukkan 15 og þar til akstri lýkur um miðnætti í tilefni fagnaðarfunda handboltalandsliðsins og íslensku þjóðarinnar. Búist er við miklum mannfjölda í miðbæ Reykjavíkur vegna heimkomuhátíðar silfurverðlaunahafanna frá Ólympíuleikunum og vill Strætó með þessu leggja sitt af mörkum til að einfalda almenningi að taka þátt í hátíðarhöldunum og draga jafnframt úr umferð einkabíla fyrir og eftir skipulagða dagskrá.

25 afrískir flóttamenn létust undan ströndum Spánar

Að minnsta kosti 25 flóttamenn frá Afríku létu lífið þegar bátur þeirra sökk rétt undan ströndum Spánar, rétt við Almeria. Skip sem var á siglingu rétt við staðinn þar sem báturinn sökk tókst hins vegar að bjarga 25 öðrum frá bráðum dauða.

Toppa fagnaðarlætin á morgun 17. júní?

Búist er við álíka fjölda fólks í miðborg Reykjavíkur þegar Ólympíufararnir verða hylltir og á 17. júní. Brýnt er fyrir fólki að nota almenningssamgöngur og leggja bílum sínum í útjaðri miðborgarinnar.

Björn fundaði með innanríkisráðherra Þýskalands

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ræddi við Dr. Wolfgang Schäuble, innanríkisráðherra Þýskalands, á þriggja tíma fundi í Berlín í dag. Ráðherrarnir ræddu Schengen-samstarfið og þróun þess.

Íslendingum fjölgar ört

Mannfjöldi á Íslandi var 319.355 manns þann 1. júlí síðastliðinn. Hefur Íslendingum fjölgað um 1,9% frá áramótum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar æfa næturflug

Nú þegar skyggja tekur eru kvöld- og næturæfingar áhafna þyrla Landhelgisgæslunnar hafnar. Um er að ræða æfingar í næturflugi með og án nætursjónauka.

Repúblikanar ráðast á Hillary rétt fyrir ræðu hennar

Repúblikanar rifjuðu fúslega upp ummæli Hillary Clinton í dag um að Barack Obama væri ekki reiðubúinn til þess að leiða Demókrata. Clinton, sem tapaði fyrir Barack Obama í forkosningum Demókrataflokksins heldur ræðu í landsþingi flokksins í Denver í kvöld.

Ásgerður Jóna vonar að lausn finnist á húsnæðismálunum

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, fagnar því að borgayfirvöld ætli sér að vinna að lausn á þeim rekstrarvanda sem samtökin búa við en þau hafa ekki getað greitt húsaleigu til borgarinnar sökum fjárskorts. Hún segist þó ætla að bíða og sjá til hvaða aðgerða verði gripið því hún hafi leitað eftir styrkjum frá borginni í nokkur ár án árangurs.

Erfið staða á frístundaheimilum

,,Þetta er erfið staða og staða sem við höfum þurft að takast á við á hverju ári. Mjög mikil eftirspurn er eftir þessari þjónustu og það hefur aldrei tekist að eyða þessum biðlistum," segir Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, en bendir á að seinustu misseri hafi gengið betur en undanfarin ár að ráða starfsfólk á frístundaheimilin.

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.

Þrír stjórnarandstöðuþingmenn handteknir í Simbabve

Stjórnarandstöðuflokkurinn MDC segir að þrír þingmenn þeirra hafi verið handteknir í þinginu í dag fyrir það sem flokkurinn kallaði „uppspunnar ákærur um pólítískt ofbeldi". Flokkurinn telur hið stöðuga áreiti í sinn garð af hendi lögreglunnar vera beina móðgun við vilja fólksins í landinu.

Herferð gegn bílstjórum sem leggja á gangstéttum

Bílastæðasjóður hefur boðað herferð gegn hinum leiða ósið sumra bílstjóra að leggja bílum sínum á gangstéttum. Í ljósi þess að nú hópast börn í skóla að nýju munu stöðumælaverðir fylgjast sérstaklega með þessu á næstu dögum og skrifa stöðubrotsmiða.

Sigurður Kári vill meiri einkavæðingu

Sigurður Kári Kristjánsson kallar eftir frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja í nýlegum pistli á vefsíðu sinni. Hann bendir á að síðan að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum hafi ekkert ríkisfyrirtæki verið einkavætt.

Sjá næstu 50 fréttir