Erlent

Edward Kennedy stjarnan á setningu flokksþings demókrata

Búist er við að Hillary Clinton muni í kvöld hvetja bandaríska demókrata til að gleyma gömlum erjum og sameinast fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Eftir setningu landsþings flokksins í Denver í gær eru enn sárindi milli Clintons og Baracks Obama. Stuðningsmenn Hillary Clinton telja sig hafa verið lítilsvirtir af fólki Baracks Obama, sem fór með sigur af hólmi í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir kosningarnar í nóvember.

Í kvöld er búist við að Clinton reyni að fá sitt fólk til að sætta sig við Obama sem frambjóðanda flokksins. Í gær talaði eiginkona Obama hlýlega um mann sinn og reyndi að sannfæra fólk um að hann væri þess verður að leiða landið.

En stjarna kvöldsins var Edward Kennedy, sem fór með ógleymanleg lokaorð af þinginu 1980, þegar hann varð undir í slagnum við Jimmy Carter.

„The work begins anew, the hope rises again, and the dream lives on." (Vinnan hefst að nýju, vonin rís á ný og draumurinn lifir áfram)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×