Fleiri fréttir

Merkel fordæmir ákvörðun Rússa

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdi í dag þá ákvörðun Dmitry Medvedevs forseta Rússlands að viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, sjálfstjórnahéraða í Georgíu. Merkel, sem stödd er í Eistlandi, sagði ákvörðunina algjörlega óviðunandi.

Telur fjóra hæfasta í starf forstjóra LSH

Hæfnisnefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss skilaði Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, ráðleggingum sínum seinnipartinn í gær. Nefndin telur fjóra af fjórtan umsækjendum vera vel hæfa. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru að svo stöddu.

Sextán teknir án ökuréttinda

Sextán réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrettán þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og þrír höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Dæmi um að hælisleitendur setjist að í svítum bæjarins

Hælisleitendur geta sótt um bráðabirgðaleyfi hjá Útlendingastofnun til þess að vinna hér á landi. Það gefur þeim þó engin varanleg réttindi hér á landi né aðgang að þjónustu samkvæmt Hauki Guðmundssyni forstjóra Útlendingastofnunar. Þó er ekki sjálfgefið að hælisleitendur skorti fé.

Segir nokkur þúsund manns verða í Lýðræðisflokknum

„Hann er bara á fullri ferð,“ sagði Sturla Jónsson vörubifreiðastjóri, inntur eftir stöðunni hjá stjórnmálaflokknum sem hann boðaði í vor, Lýðræðisflokknum. „Menn stukku bara í vinnu í sumar en það verður tekið á þessu í haust og vetur. Það verða í þessu nokkur þúsund manns,“ sagði Sturla enn fremur.

Ólafur Ragnar frestar för til Bangladess til þess að samfagna strákunum okkar

Forseti Íslands seinkar komu sinni á ráðstefnu um loftslagsbreytingar í Bangladess til að geta sæmt íslenska handboltalandsliðið fálkaorðunni á morgun. Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að fara beint frá Kína til Dhaka í Bangladess, til þess að halda þar fyrirlestur á mikilli ráðstefnu um loftslagsbreytingar.

Mellur og milljónir fyrir að hætta fíkniefnabaráttu

„Ég er búinn að vera að berjast gegn fíkniefnum í 14 ár svo ég þekki þetta allt saman og það nýjasta er að hringt var í mig og mér boðnar hundrað milljónir króna fyrir að hætta baráttunni. Þetta voru stjórnmálastrákar.

Medvedev viðurkennir sjálfstæði Abkasíu og S-Ossetíu

Dmitry Medvedev forseti Rússlands lýsti í dag yfir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði aðskilnaðarhéraðanna í Georgíu. Ráðamenn í Georgíu svöruðu að bragði og sökuðu Rússa um að reyna að sölsa undir sig hluta af Georgíu.

Ríkisstjórnin styrkir HSÍ um 50 milljónir

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Handknattleikssamband Íslands um 50 milljónir króna í kjöfar frækilegs árangurs íslenska landsliðsins í handbolta og einstæðs afreks á Ólympíuleikunum í Peking. Sem kunnugt er vann landsliðið til silfurverðlauna á leikunum.

Borgin vill leysa vanda Fjölskylduhjálparinnar

Reykjavíkurborg vinnur að lausn á rekstrarvanda Fjölskylduhjálparinnar og hyggst boða forsvarsmann hennar á sinn fund, að sögn Stellu Víðisdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs.

Greitt með gemsanum

Mexíkóskir farsímaeigendur geta innan skamms framkvæmt ýmis minni háttar fjárútlát, svo sem greiðslur fyrir leigubifreiðar og máltíðir á veitingahúsum, með símanum.

Gagnagrunnur á vonarvöl

Einn umfangsmesti hryðjuverkagagnagrunnur Bandaríkjanna er við það að hrynja, vegna slælegra stjórnunarhátta og tæknilegra hönnunargalla.

Mun fagna ef Hulda verður næsti forstjóri Landspítalans

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker-sjúkrahússins í Noregi, hefur verið nefnd sem líklegur forstjóri Landspítalans. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist aðspurð að hún muni fagna hljóti Hulda stöðuna.

Ramses kom í nótt - Tár féllu í Leifsstöð

Paul Ramses kom til Íslands í nótt á tilsettum tíma eftir að hafa flogið í gegnum Mílanó frá Ítalíu í gærkvöldi. „Já hann kom í nótt og ég fór með Rosemary konu hans að taka á móti honum," sagði Katrín Theódórsdóttir lögfræðingur hans.

Skuldir íslenskra heimila 963 milljarðar

Heildarskuldir íslenskra heimila við innlánsstofnanir námu 963 milljörðum í júlí og hækkuðu um fjórtán milljarða frá mánuðinum á undan, samkvæmt tölum Seðlabankans.

Nýnasistar á metamfetamíni hugðust drepa Obama

Lögregla í Denver í Colorado hefur handtekið fjórmenninga, þrjá menn og konu, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að skjóta forsetaframbjóðandann Barack Obama til bana þegar hann ávarpar 80.000 manns á íþróttaleikvanginum þar á fimmtudag.

Sluppu ómeiddir úr bruna á Ísafirði

Þrír ungir krakkar sluppu ómeiddir út, þegar eldur kom upp í geymslu- og íbúðarhúsnæði að Suðurtanga 2 á Ísafirði undir kvöld í gær.

Andarnefjan aftur á Pollinum

Andarnefjan, sem hélt sig á Pollinum á Akureyri í síðustu viku og hvarf svo í tvo sólahringa, birtist aftur á Pollinum síðdegis í gær ásamt kálfi sínum, og vakti mikla athygli vegfarenda í grennd við Höfnersbryggju.

Ólafur formlega búinn að sækja um inngöngu

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, gekk skriflega frá inngöngu sinni í Frjálslynda flokkinn í dag. Hann ætlar að berjast fyrir því að leiða flokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum.

Hanna Birna: Engin ný tíðindi

„Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi breytast á einni nóttu. Erfiðar ákvarðanir eru ekki alltaf vinsælar þegar þær eru framkvæmdar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum hennar við könnun sem Capacent gerði fyrir Stöð 2 um fylgi nýs borgarstjórnarmeirihluta. Þar kom fram að nær 63% Reykvíkinga eru andvíg nýja meirihlutanum.

Ólafur sagður genginn í Frjálslynda flokkinn

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er genginn í Frjálslynda flokkinn á ný. Frá þessu er greint á heimasíðu flokksins og vitnað til áreiðanlegra heimilda.

Óskar Bergsson: Þurfum að vinna tiltrú borgarbúa

Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, segir niðurstöðu skoðannakönnunar Stöðvar 2, að 63% séu andvíg nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sýni að mikið verk sé fyrir höndum við að vinna tiltrú borgarbúa á nýjan leik.

Vítaverður akstur á skólalóð Austurbæjarskóla

Ökumaður sportbifreiðar var í dag handtekinn grunaður um vítaverðan akstur á skólalóð Austurbæjarskóla innan um börn er þar voru. Ökumaður er grunaður um brot á umferðarlögum, svo sem að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgát við akstur, hraðakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nær 63% Reykvíkinga andvíg nýja meirihlutanum

Tveir af hverjum þremur Reykvíkingum eru andvígir meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Stöð 2. Fjórðungi kjósenda Framsóknarflokksins í borginni hugnaðist ekki að þessir tveir flokkar tækju saman við völdum í Reykjavík.

„Ég er hamingjusöm kona"

Rosemary Athieno eiginkona Paul Ramses var himinlifandi yfir komu eiginmanns síns í nótt þegar Vísir heyrði í henni í dag . „Ég er mjög hamingjusöm kona," segir Rosemary.

Skjálfti skekur Tíbet

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Tíbet í dag og er hann talinn hafa mælst 6,4 á Richter-kvarðanum. Engar fregnir hafa borist af tjóni eða mannfalli í skjálftanum enn sem komið er.

Klofningur í samsteypustjórn Pakistan

Fyrrum forsætisráðherra Pakistan, Nawaz Sharif hefur dregið flokk sinn Múslimabandalagið úr samsteypstjórn, en flokkurinn er næststærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Tík tók að sér útburðarbarn

Nýfætt stúlkubarn sem fjórtán ára gömul móðir bar út í Argentínu fannst heilt á húfi í hundakofa á bóndabæ í grennd við borgina La Plata.

Enginn samningur á borðinu í Írak

Bandaríkjamenn neituðu því í dag að tekist hefðu samningar á milli þeirra og Íraka um brottflutning bandarískra hermann frá landinu. Fyrr í dag lýsti Nuri al-Maliki því yfir að komist hefði verið að samkomulagi sem gerði ráð fyrir því að erlendir hermenn verði farnir úr landinu í lok árs 2011.

Ramses kemur til Íslands í nótt

Paul Ramses mun koma til landins í nótt að sögn Katrínar Theódórsdóttur lögfræðings hans. Ramses hefur dvalið á Ítalíu frá því í byrjun júlí þegar Útlendingastofnun synjaði því að taka hælisumsókn hans til umfjöllunar hér á landi.

Kanadamenn moka upp olíu í Alberta

Nokkur stærstu olíufélög í heiminum eru að vinna olíu úr olíuríkum sandi í Alberta fylki í Kanada. Þar er meiri olía í jörðu en finnst í Venesúela, Rússlandi og Íran.

Kaupþing með þrjá landsliðsþjálfara á launum

Kaupþing mun skoða hvort hægt verði að veita þjálfara íslenska handboltalandsliðsins leyfi áfram til þess að gegna þjálfarastörfum fyrir landsliðið óski hann eftir því. Þetta segir Svali H. Björgvinsson starfsmannastjóri bankans.

Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru

Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni.

Sjá næstu 50 fréttir