Erlent

25 afrískir flóttamenn létust undan ströndum Spánar

Eitt barnanna sem bjargaðist.
Eitt barnanna sem bjargaðist. MYND/AP

Að minnsta kosti 25 flóttamenn frá Afríku létu lífið þegar bátur þeirra sökk rétt undan ströndum Spánar, rétt við Almeria. Skip sem var á siglingu rétt við staðinn þar sem báturinn sökk tókst hins vegar að bjarga 25 öðrum frá bráðum dauða.

Samkvæmt aðilum frá Rauða krossinum á Spáni missti ein konan sem bjargaðist eiginmann sinn og þrjú börn sín í slysinu.

Talið er að tugir þúsunda flóttamanna reyni að smygla sér til Spánar á hverju ári til að leita sér vinnu í Evrópu. Á árinu 2007 er talið að um þúsund þeirra sem reyndu að leita betra lífs á nágrannaálfunni í norðri hafi orðið hafinu að bráð. Samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneyti Spánar fer nýjum flóttamönnum þó fækkandi í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×