Erlent

Jarðskjálfti í Austur-Síberíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Jarðskjálfti skók Austur-Síberíu snemma í morgun og olli töluverðri skelfingu en svo virðist sem manntjón hafi ekki orðið. Víða varð rafmagnslaust, símasamband rofnaði og loka þurfti bönkum vegna netsambandsleysis. Rússar segja sjálfir að skjálftinn hafi mælst þar um níu stig á Richter en jarðskjálftamælar í Hong Kong og Bandaríkjunum skráðu hann 6,3 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×