Fleiri fréttir Blair óskaði eftir stuðningi Íslands við innrásina í Írak Íslenskir ráðamenn samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista yfir hinna viljugu þjóða. 12.8.2008 09:15 Níu fórust í sprengjuárás í Pakistan Níu létu lífið og að minnsta kosti ellefu særðust í sprengjuárás í norðurhluta Pakistan í nótt að íslenskum tíma. 12.8.2008 08:30 Sagði Obama vera óamerískan Minnisblöð sýna að Mark Penn sem var einn helsti ráðgjafi Hillary Clinton vildi ráðast harkalega að Barack Obama, keppinaut hennar í kosningabaráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins, og gera að umtalsefni það sem hann kallaði óamerískan bakgrunn Obama. 12.8.2008 08:18 Brotist inn í dansskóla Brotist var inn í dansskóla í Lágmúla 9 í Reykjavik um hálffjögurleytið í nótt. Það var öryggisvörður sem tilkynnti lögreglu um innbrotið. Þegar lögregla kom á vettvang var innbrotsþjófurinn enn á staðnum og hafði hann ekki náð að stela neinu. 12.8.2008 08:11 Áframhaldandi átök í Georgíu Aðskilnaðarsinnar í sjálfstjórnarhéraðinu Abkhazía í Georgíu hafa hafið mikla gagnsókn gegn georíska stjórnarhernum á svæðinu í því augnarmiði að hrekja herinn frá hernaðarlega mikilvægum svæðum. 12.8.2008 08:10 Úrskurði í nauðgunarmáli í Bretlandi breytt Bresk yfirvöld hafa viðurkennt að hafa brotið á 25 ára konu sem var nauðgað fyrir fimm árum. Konan átti rétt á bótum en var sagt að þær myndu skerðarst um 25% vegna þess að hún var ölvað þegar henni var nauðgað. 12.8.2008 08:07 Salmonella í Danmörku Heilbrigðiseftirlitið í Danmörku fullyrðir nú að salmonellu sýking sem hefur geysað í Danmörku í allt sumar hafi ekki borist með innfluttu kjöti. 12.8.2008 07:59 Skaftárhlaup í rénun Rennsli í Skaftá hefur lækkað ört í nótt. Sjálfvirkar mælingar Vatnamælinga Orkustofnunar benda til að hlaupið hafi náð hámarki í rúmum 390 rúmmetra á sekúndu laust eftir miðnætti, en fór svo niður i um 370 rúmmetra í nótt. Áður en hlaup hófst var meðalrennslið um 150 rúmmetrar á sekúndu. 12.8.2008 07:55 Fundum haldið áfram í Zimbabwe Forseta Zimbabwe og leiðtoga stjórnarandstöðunnar tókst ekki að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn í gær. Robert Mugabe forseti segir að viðræðunum verði haldið áfram og telur hann að samkomulag verði undirritað á næstunni. 12.8.2008 07:51 Sarkozy á leið til fundar við ráðamenn í Moskvu Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, mun á morgun, þriðjudag, halda áleiðis til fundar við ráðamenn í Moskvu. Þangað fer Sarkozy fyrir hönd Evrópusambandsins en þar eru Frakkar í forsvari um þessar mundir. 11.8.2008 23:03 Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Gæsluvarðhald yfir tveimur af þremenningunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar á Hverfisgötu, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, var í kvöld framlengt til fimmtudags. 11.8.2008 21:16 Rússar stjórna háloftunum í Georgíu Rússneskar herþotur hafa nú fullkomna stjórn yfir háloftunum á mestu átakasvæðunum í Georgíu. Engar herþotur Georgíumanna eru í loftinu. Þetta segir fréttastofa CNN. 11.8.2008 21:33 Formaður Samiðnar segir tilboð ekki hafa verið metin rétt Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, krefst þess að Reykjavíkurborg rökstyðji hvers vegna hún tók tilboði litháíska verktakafyrirtækisins Adakris í byggingu Sæmundarskóla í Grafarholti. Þetta kom fram í tíufréttum Sjónvarpsins. 11.8.2008 22:57 Jákvæður sandsílaleiðangur Talsverð aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 og má rekja hana að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 árgangi ef marka má niðurstöður nýlegan sandsílaleiðangur Hafrannsóknastofnunnar. 11.8.2008 20:45 Nýlegar hækkanir ekki faldar á bakvið kaupauka Toyota á Íslandi býður nú upp á sérstakan sólarlandaferðakaupauka upp á 550 þúsund með flestum seldum bifreiðum. Kaupaukinn kemur þó nokkuð ankannalega fyrir sjónir með tilliti til þess bifreiðar umboðsins hækkuðu um 5% í verði þann 1. ágúst síðastliðinn. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að þetta tvennt tengist á engan hátt saman og því sé ekki verið að fela hækkanirnar á bakvið kaupaukann. 11.8.2008 20:03 Tæknivæddur fornleifauppgröftur Fornleifafræðingar hafa tekið stökk inn í framtíðina og nota nú rafmagns- og örbylgjusenda til að grennslast fyrir um lifnaðarhætti landnámsmanna í Skagafirði. 11.8.2008 19:17 Ríkið skuldar Impregilo hátt í tvo milljarða Skuldir íslenska ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo nálgast tvo milljarða króna. Þar af er hálfur milljarður vegna dráttarvaxta. Skattgreiðendur sitja uppi með tapið segir lögmaður Impregilo. 11.8.2008 19:05 Utanríkisráðherra vinnur að samstarfi Ísafjarðar og A-Grænlands Möguleikar Vestfjarða sem þjónustumiðstöð fyrir atvinnustarfsemi og auðlindanýtingu á Austur-Grænlandi og ný störf á Ísafirði á vegum utanríkisráðuneytisins voru á meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi við sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum í heimsókn sinni til Ísafjarðar í dag, samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 11.8.2008 18:46 Hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni í Georgíu Íslensk kona, sem er frá Georgíu hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni þar. Hún segir skelfilegt hvernig allt hefur farið en vonast til að stríðinu ljúki sem fyrst. 11.8.2008 18:40 Enn bið á vegaúrbótum Til stendur að bjóða út fyrsta áfanga í tvöföldun Suðurlandsvegar næsta vor en leiðin milli Selfoss og Hveragerðis verður þó látin bíða. 11.8.2008 18:32 Umhverfisráðherra boðar til opins fundar á Húsavík Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. 11.8.2008 18:29 Eldur í bíl í þriggja bíla árekstri við Skeiðarbrú Þriggja bíla árekstur varð á sjötta tímanum við Skeiðarbrú, á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. 11.8.2008 17:39 Löggan eltist við hest í Hafnarfirði Hestur veldur nú usla í Hafnarfirði en svo virðist sem hann hafi sloppið úr gerði fyrir ofan bæinn. 11.8.2008 17:04 Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11.8.2008 16:39 Báru brenndan dreng þrjá kílómetra Tíu ára drengur sem brenndist annars stigs bruna á fæti á göngu í Reykjadal ofan við Hveragerði í síðustu viku var borinn þriggja kílómetra leið að sjúkrabíl. 11.8.2008 16:39 Rússar komnir inn í Vestur-Georgíu Rússneskar hersveitir hafa nú farið inn í Vestur-Georgíu úr héraðinu Abkasíu sem líkt og Suður-Ossetía krefst sjálfstæðis frá Georgíu. Er þetta í fyrsta sinn sem Rússar fara úr þessu héraði inn í Georgíu. 11.8.2008 16:33 Skemmdir unnar á vinnuvélum í malarnámu Talið er að kveikt hafi verið í vinnuvél í malarnámu við Lambafell á Suðurlandi um helgina og leitar lögregla sökudólgsins. 11.8.2008 16:30 Lestur á Morgunblaðinu dregst saman Lestur á Morgunblaðinu heldur áfram að dragast saman samkvæmt nýrri könnun Capacent á lestri dagblaða. 11.8.2008 15:31 Fannst látin í Glerá Lögreglan á Akureyri ásamt Slökkviliði Akureyrar og Björgunarsveitinni Súlum hófu leit að konu á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynnt hafði verið um að hennar væri saknað. 11.8.2008 15:29 Íslendingum ráðið frá því að ferðast til Georgíu Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum eindregið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarástandsins þar. 11.8.2008 15:19 Móðir geymdi barn sitt inn í skáp til sjö ára aldurs Nýverið kom fram í bandarískum fjölmiðlum harmræn saga stúlku sem fannst sjö ára gömul liggjandi inn í skáp í bleyju í eigin úrgangi. Stúlkan var sem nýfætt barn, brást ekki við snertingu né samskiptum við annað fólk og var með öllu ótalandi. 11.8.2008 15:07 Stofufangelsi Aung San Suu Kyi framlengt Stofufangelsi Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma, hefur verið framlengt um eitt ár. Þrátt fyrir umleitanir Sameinuðu þjóðanna hefur hún ekki losnað úr prísundinni. 11.8.2008 14:46 Bílstjórinn bjargaði því sem bjargað varð Bílstjórinn í rútunni sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á Suðurlandsvegi brást hárrétt við og forðaði frekara slysi. Þetta segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða, félagsins sem á rútuna. 11.8.2008 14:36 Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar Björn Bjarnason segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan fengi vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. 11.8.2008 14:15 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir slys Búið er að opna Suðurlandsveg á ný en veginum var lokað eftir alvarlegt umferðarslys á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um hálftíu í morgun. 11.8.2008 14:13 Vilja sterkari viðbrögð frá ESB við árásum Rússa Míkheil Saakashvílí, forseti Georgíu, sakaði í dag Rússa um að reyna að steypa ríkisstjórn hans af stóli með árásum á skotmörk í Georgíu. 11.8.2008 13:39 Huliðshjálmur á næsta leiti Vísindamenn við Berkley háskóla í Kaliforníu segjast nú skrefi nær að þróa aðferðir til að gera fólk ósýnilegt. Í grein sem birtist í tímaritunum Nature og Science segjast þeir hafa þróað efni sem getur sveigt ljós framhjá þrívíðum hlutum og þar með látið þá hverfa. 11.8.2008 13:32 Rannsókn lokið á handrukkuninni í Heiðmörk Rannsókn er lokið á máli er snetir handrukkun í Heiðmörk í lok júlí. Þrír menn voru handteknir í tengslum við árás á ungan mann sem tekinn var af heimili sínu í Hafnarfirði og keyrt með hann upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn illa. 11.8.2008 13:24 Æskulýðsbúðum nýnasista lokað Lögreglan í Þýskalandi hefur lokað æskulýðsbúðum nýnasista sem var lýst sem ævintýrabúðum fyrir ungt fólk. Samkvæmt lögreglu voru 39 unglingar og börn samankomin í búðunum. 11.8.2008 13:19 Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi í dag og á morgun Umferðartafir verða á Hafnarfjarðarvegi til suðurs frá Fossvogi að Álftanesvegi í dag og fram á morgundaginn. 11.8.2008 13:17 Ástarvikan í fimmta sinn í Bolungarvík Ástarvikan var sett í Bolunungarvík í fimmta sinn í gær. Tilgangur hennar er að fjölga bæjarbúum og standa vonir til þess að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. 11.8.2008 12:30 Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11.8.2008 12:22 Vandi að finna urðunarstað fyrir mengaðan botn Tjarnarinnar Erfitt er að finna urðunarstað fyrir mengaðan botn Tjarnarinnar að sögn Egils Arnar Jóhannessonar formanns, heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Fundað var í nefndinni síðastliðinn fimmtudag þar sem staða mengunarmála Tjarnarinnar var kynnt sem og tillögur að úrlausnum. 11.8.2008 12:19 Segir stutt í samninga í Zimbabwe Robert Mugabe, forseti Zimbawe, segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smávægilegum hlutum í samningaviðræðum við stjórnarandstöðuna. 11.8.2008 12:19 Leita tilboða í borun á háhitaborholum Landsvirkjun óskar í dag eftir tilboðum í borun á allt að tuttugu og fimm háhitaborholum á Norðausturlandi. 11.8.2008 12:12 Sjá næstu 50 fréttir
Blair óskaði eftir stuðningi Íslands við innrásina í Írak Íslenskir ráðamenn samþykktu ósk breskra stjórnvalda um stuðning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista yfir hinna viljugu þjóða. 12.8.2008 09:15
Níu fórust í sprengjuárás í Pakistan Níu létu lífið og að minnsta kosti ellefu særðust í sprengjuárás í norðurhluta Pakistan í nótt að íslenskum tíma. 12.8.2008 08:30
Sagði Obama vera óamerískan Minnisblöð sýna að Mark Penn sem var einn helsti ráðgjafi Hillary Clinton vildi ráðast harkalega að Barack Obama, keppinaut hennar í kosningabaráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins, og gera að umtalsefni það sem hann kallaði óamerískan bakgrunn Obama. 12.8.2008 08:18
Brotist inn í dansskóla Brotist var inn í dansskóla í Lágmúla 9 í Reykjavik um hálffjögurleytið í nótt. Það var öryggisvörður sem tilkynnti lögreglu um innbrotið. Þegar lögregla kom á vettvang var innbrotsþjófurinn enn á staðnum og hafði hann ekki náð að stela neinu. 12.8.2008 08:11
Áframhaldandi átök í Georgíu Aðskilnaðarsinnar í sjálfstjórnarhéraðinu Abkhazía í Georgíu hafa hafið mikla gagnsókn gegn georíska stjórnarhernum á svæðinu í því augnarmiði að hrekja herinn frá hernaðarlega mikilvægum svæðum. 12.8.2008 08:10
Úrskurði í nauðgunarmáli í Bretlandi breytt Bresk yfirvöld hafa viðurkennt að hafa brotið á 25 ára konu sem var nauðgað fyrir fimm árum. Konan átti rétt á bótum en var sagt að þær myndu skerðarst um 25% vegna þess að hún var ölvað þegar henni var nauðgað. 12.8.2008 08:07
Salmonella í Danmörku Heilbrigðiseftirlitið í Danmörku fullyrðir nú að salmonellu sýking sem hefur geysað í Danmörku í allt sumar hafi ekki borist með innfluttu kjöti. 12.8.2008 07:59
Skaftárhlaup í rénun Rennsli í Skaftá hefur lækkað ört í nótt. Sjálfvirkar mælingar Vatnamælinga Orkustofnunar benda til að hlaupið hafi náð hámarki í rúmum 390 rúmmetra á sekúndu laust eftir miðnætti, en fór svo niður i um 370 rúmmetra í nótt. Áður en hlaup hófst var meðalrennslið um 150 rúmmetrar á sekúndu. 12.8.2008 07:55
Fundum haldið áfram í Zimbabwe Forseta Zimbabwe og leiðtoga stjórnarandstöðunnar tókst ekki að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn í gær. Robert Mugabe forseti segir að viðræðunum verði haldið áfram og telur hann að samkomulag verði undirritað á næstunni. 12.8.2008 07:51
Sarkozy á leið til fundar við ráðamenn í Moskvu Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, mun á morgun, þriðjudag, halda áleiðis til fundar við ráðamenn í Moskvu. Þangað fer Sarkozy fyrir hönd Evrópusambandsins en þar eru Frakkar í forsvari um þessar mundir. 11.8.2008 23:03
Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Gæsluvarðhald yfir tveimur af þremenningunum sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar á Hverfisgötu, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi, var í kvöld framlengt til fimmtudags. 11.8.2008 21:16
Rússar stjórna háloftunum í Georgíu Rússneskar herþotur hafa nú fullkomna stjórn yfir háloftunum á mestu átakasvæðunum í Georgíu. Engar herþotur Georgíumanna eru í loftinu. Þetta segir fréttastofa CNN. 11.8.2008 21:33
Formaður Samiðnar segir tilboð ekki hafa verið metin rétt Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, krefst þess að Reykjavíkurborg rökstyðji hvers vegna hún tók tilboði litháíska verktakafyrirtækisins Adakris í byggingu Sæmundarskóla í Grafarholti. Þetta kom fram í tíufréttum Sjónvarpsins. 11.8.2008 22:57
Jákvæður sandsílaleiðangur Talsverð aukning var í magni sílis miðað við árin 2006 og 2007 og má rekja hana að langmestu leyti til eins árs sílis af 2007 árgangi ef marka má niðurstöður nýlegan sandsílaleiðangur Hafrannsóknastofnunnar. 11.8.2008 20:45
Nýlegar hækkanir ekki faldar á bakvið kaupauka Toyota á Íslandi býður nú upp á sérstakan sólarlandaferðakaupauka upp á 550 þúsund með flestum seldum bifreiðum. Kaupaukinn kemur þó nokkuð ankannalega fyrir sjónir með tilliti til þess bifreiðar umboðsins hækkuðu um 5% í verði þann 1. ágúst síðastliðinn. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að þetta tvennt tengist á engan hátt saman og því sé ekki verið að fela hækkanirnar á bakvið kaupaukann. 11.8.2008 20:03
Tæknivæddur fornleifauppgröftur Fornleifafræðingar hafa tekið stökk inn í framtíðina og nota nú rafmagns- og örbylgjusenda til að grennslast fyrir um lifnaðarhætti landnámsmanna í Skagafirði. 11.8.2008 19:17
Ríkið skuldar Impregilo hátt í tvo milljarða Skuldir íslenska ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo nálgast tvo milljarða króna. Þar af er hálfur milljarður vegna dráttarvaxta. Skattgreiðendur sitja uppi með tapið segir lögmaður Impregilo. 11.8.2008 19:05
Utanríkisráðherra vinnur að samstarfi Ísafjarðar og A-Grænlands Möguleikar Vestfjarða sem þjónustumiðstöð fyrir atvinnustarfsemi og auðlindanýtingu á Austur-Grænlandi og ný störf á Ísafirði á vegum utanríkisráðuneytisins voru á meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi við sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum í heimsókn sinni til Ísafjarðar í dag, samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 11.8.2008 18:46
Hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni í Georgíu Íslensk kona, sem er frá Georgíu hefur miklar áhyggjur af fjölskyldu sinni þar. Hún segir skelfilegt hvernig allt hefur farið en vonast til að stríðinu ljúki sem fyrst. 11.8.2008 18:40
Enn bið á vegaúrbótum Til stendur að bjóða út fyrsta áfanga í tvöföldun Suðurlandsvegar næsta vor en leiðin milli Selfoss og Hveragerðis verður þó látin bíða. 11.8.2008 18:32
Umhverfisráðherra boðar til opins fundar á Húsavík Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur boðað til opins fundar í Borgarhólsskóla á Húsavík annað kvöld klukkan 20. 11.8.2008 18:29
Eldur í bíl í þriggja bíla árekstri við Skeiðarbrú Þriggja bíla árekstur varð á sjötta tímanum við Skeiðarbrú, á mótum Skeiðarvogs og Miklubrautar. 11.8.2008 17:39
Löggan eltist við hest í Hafnarfirði Hestur veldur nú usla í Hafnarfirði en svo virðist sem hann hafi sloppið úr gerði fyrir ofan bæinn. 11.8.2008 17:04
Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11.8.2008 16:39
Báru brenndan dreng þrjá kílómetra Tíu ára drengur sem brenndist annars stigs bruna á fæti á göngu í Reykjadal ofan við Hveragerði í síðustu viku var borinn þriggja kílómetra leið að sjúkrabíl. 11.8.2008 16:39
Rússar komnir inn í Vestur-Georgíu Rússneskar hersveitir hafa nú farið inn í Vestur-Georgíu úr héraðinu Abkasíu sem líkt og Suður-Ossetía krefst sjálfstæðis frá Georgíu. Er þetta í fyrsta sinn sem Rússar fara úr þessu héraði inn í Georgíu. 11.8.2008 16:33
Skemmdir unnar á vinnuvélum í malarnámu Talið er að kveikt hafi verið í vinnuvél í malarnámu við Lambafell á Suðurlandi um helgina og leitar lögregla sökudólgsins. 11.8.2008 16:30
Lestur á Morgunblaðinu dregst saman Lestur á Morgunblaðinu heldur áfram að dragast saman samkvæmt nýrri könnun Capacent á lestri dagblaða. 11.8.2008 15:31
Fannst látin í Glerá Lögreglan á Akureyri ásamt Slökkviliði Akureyrar og Björgunarsveitinni Súlum hófu leit að konu á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynnt hafði verið um að hennar væri saknað. 11.8.2008 15:29
Íslendingum ráðið frá því að ferðast til Georgíu Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum eindregið frá því að ferðast til Georgíu vegna ófriðarástandsins þar. 11.8.2008 15:19
Móðir geymdi barn sitt inn í skáp til sjö ára aldurs Nýverið kom fram í bandarískum fjölmiðlum harmræn saga stúlku sem fannst sjö ára gömul liggjandi inn í skáp í bleyju í eigin úrgangi. Stúlkan var sem nýfætt barn, brást ekki við snertingu né samskiptum við annað fólk og var með öllu ótalandi. 11.8.2008 15:07
Stofufangelsi Aung San Suu Kyi framlengt Stofufangelsi Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma, hefur verið framlengt um eitt ár. Þrátt fyrir umleitanir Sameinuðu þjóðanna hefur hún ekki losnað úr prísundinni. 11.8.2008 14:46
Bílstjórinn bjargaði því sem bjargað varð Bílstjórinn í rútunni sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á Suðurlandsvegi brást hárrétt við og forðaði frekara slysi. Þetta segir Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, starfsmannastjóri Kynnisferða, félagsins sem á rútuna. 11.8.2008 14:36
Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar Björn Bjarnason segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan fengi vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. 11.8.2008 14:15
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir slys Búið er að opna Suðurlandsveg á ný en veginum var lokað eftir alvarlegt umferðarslys á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um hálftíu í morgun. 11.8.2008 14:13
Vilja sterkari viðbrögð frá ESB við árásum Rússa Míkheil Saakashvílí, forseti Georgíu, sakaði í dag Rússa um að reyna að steypa ríkisstjórn hans af stóli með árásum á skotmörk í Georgíu. 11.8.2008 13:39
Huliðshjálmur á næsta leiti Vísindamenn við Berkley háskóla í Kaliforníu segjast nú skrefi nær að þróa aðferðir til að gera fólk ósýnilegt. Í grein sem birtist í tímaritunum Nature og Science segjast þeir hafa þróað efni sem getur sveigt ljós framhjá þrívíðum hlutum og þar með látið þá hverfa. 11.8.2008 13:32
Rannsókn lokið á handrukkuninni í Heiðmörk Rannsókn er lokið á máli er snetir handrukkun í Heiðmörk í lok júlí. Þrír menn voru handteknir í tengslum við árás á ungan mann sem tekinn var af heimili sínu í Hafnarfirði og keyrt með hann upp í Heiðmörk þar sem hann var laminn illa. 11.8.2008 13:24
Æskulýðsbúðum nýnasista lokað Lögreglan í Þýskalandi hefur lokað æskulýðsbúðum nýnasista sem var lýst sem ævintýrabúðum fyrir ungt fólk. Samkvæmt lögreglu voru 39 unglingar og börn samankomin í búðunum. 11.8.2008 13:19
Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi í dag og á morgun Umferðartafir verða á Hafnarfjarðarvegi til suðurs frá Fossvogi að Álftanesvegi í dag og fram á morgundaginn. 11.8.2008 13:17
Ástarvikan í fimmta sinn í Bolungarvík Ástarvikan var sett í Bolunungarvík í fimmta sinn í gær. Tilgangur hennar er að fjölga bæjarbúum og standa vonir til þess að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. 11.8.2008 12:30
Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11.8.2008 12:22
Vandi að finna urðunarstað fyrir mengaðan botn Tjarnarinnar Erfitt er að finna urðunarstað fyrir mengaðan botn Tjarnarinnar að sögn Egils Arnar Jóhannessonar formanns, heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Fundað var í nefndinni síðastliðinn fimmtudag þar sem staða mengunarmála Tjarnarinnar var kynnt sem og tillögur að úrlausnum. 11.8.2008 12:19
Segir stutt í samninga í Zimbabwe Robert Mugabe, forseti Zimbawe, segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smávægilegum hlutum í samningaviðræðum við stjórnarandstöðuna. 11.8.2008 12:19
Leita tilboða í borun á háhitaborholum Landsvirkjun óskar í dag eftir tilboðum í borun á allt að tuttugu og fimm háhitaborholum á Norðausturlandi. 11.8.2008 12:12