Erlent

Rússar komnir inn í Vestur-Georgíu

Rússneskar hersveitir hafa nú farið inn í Vestur-Georgíu úr héraðinu Abkasíu sem líkt og Suður-Ossetía krefst sjálfstæðis frá Georgíu. Er þetta í fyrsta sinn sem Rússar fara úr þessu héraði inn í Georgíu.

Hafa Rússar ýtt úr vör áhlaupi á bæinn Senaki með það í hyggju að hindra Georgíumenn í að ráðast á rússneskar hersveitir í Suður-Ossetíu. Þeir hafa einnig farið inn í bæinn Zugdidi þar sem þeir hafa sett georgískum hermönnum þá úrslitakosti að leggja niður vopn eða verða fyrir árás.

Rússar styðja sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu en Georgíumenn telja héruðin hluta af landi sínu. Georgíumenn samþykktu í morgun vopnahlé fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins en Rússar höfnuðu því. Þjóðirnar saka hvorar aðra um grimmdarverk.

Átök hafa einnig haldið áfram í Suður-Oseetíu í dag þar sem aðskilnaðarsinnar saka Georgíumenn um að varpa sprengjum úr þyrlum á höfuðborg héraðsins, Tskhinvali.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×