Innlent

Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir slys

Suðurlandsvegi var lokað í um þrjár klukkustundir vegna slyssins.
Suðurlandsvegi var lokað í um þrjár klukkustundir vegna slyssins. MYND/Egill

Búið er að opna Suðurlandsveg á ný en veginum var lokað eftir alvarlegt umferðarslys á móts við Kirkjuferju á milli Hveragerðis og Selfoss um hálftíu í morgun.

Þrír slösuðust í árekstrinum og er einum þeirra haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hinir tveir eru ekki alvarlega slasaðir, að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans.

Tildrög slyssins voru að ökumaður jeppa, sem ók í átt að Hveragerði, hugðist beygja til vinstri inn á Kirkjuferjuveg og hafði nánast numið staðar til að bíða eftir rútu sem kom á móti. Þá bar að lítinn sendibíl, sem ók aftan á jeppann, sem kastaðist við það framan á rútuna og höfnuðu rútan og jeppinn utan vegar. Hátt í 40 farþegar voru í rútunni og sakaði aðeins einní henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×