Erlent

Rússar stjórna háloftunum í Georgíu

Rússneskar herþotur hafa nú fullkomna stjórn yfir háloftunum á mestu átakasvæðunum í Georgíu. Engar herþotur Georgíumanna eru í loftinu. Þetta segir fréttastofa CNN.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Georgíu hefur sagt að margir tugir rússneskra sprengjuflugvéla hafi varpað sprengjum á landið, þar á meðal á höfuðborg landsins, Tbilisi.

Einn embættismaður bandaríska hersins segir að Rússar hafi verið einkar skæðir í aðgerðum sínum úr lofti og meðal annars eyðilagt nær allt radar- og samskiptakerfi Georgíumanna.

Rússar hafa aftur á móti reynt að draga úr sögusögnum þess efnis að þeir beiti óspart árásum úr lofti og segja þær ýkjur einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×