Fleiri fréttir

Íslendingar voru á Mont Blanc þegar snjóflóðið féll

„Ég myndi nú ekki segja að við höfum verið í neinum lífsháska, við fórum aðra leið,“ sagði Árni Þór Lárusson sem stóð við fimmta mann á toppi hvíta risans Mont Blanc, hæsta fjalls Frakklands og Vestur-Evrópu, á sunnudagsmorgun.

Vinir Tíbets heiðruðu viðskiptaráðherra

Samtökin Vinir Tíbets heiðruðu Björgvin G. Sigurðsson á hátíðarsamkomunni „Raddir fyrir Tíbet“ sem haldin var í gær. „Ég var þarna alveg af sérstöku tilefni. Það var verið að veita mér einhverskonar viðurkenningu fyrir að hafa tekið málefni Tíbeta upp í heimsókn til Kína í vor,“ segir Björgvin í samtali við Vísi.

Ólafur Ragnar þarf ekki samþykki orðunefndar

Orðunefnd gerir tillögur til forseta Íslands um veitingu fálkaorðunnar og er hún veitt tvisvar á ári. Aftur á móti getur forsetinn ef honum þykir efni standa til veitt orðuna án þess að orðunefnd leggi það til.

Rifrildi í stjórnklefum SAS flugvéla

Samkomulag eldri og yngri flugmanna hjá SAS er svo slæmt að það kemur niður á flugöryggi, samkvæmt leynilegri skýrslu sem norska blaðið Dagsavisen hefur komist yfir.

Hver á tunglið?

Vinnuhópur á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA veltir því nú fyrir sér hver eigi tunglið vegna áætlana nokkurra þjóða um að reisa þar mannvirki.

Eldur í gámi í Mosfellsbæ

Eldur gaus upp í gámi í grennd við Bónusverslunina í Mosfellsbæ um klukkan fjögur í nótt. Hann var orðinn magnaður þegar slökkvilið kom á vettvang, en vel gekk að slökkva eldinn, sem ekki náði að teygja sig í neitt í grenndinni.

Rólegheit til sjávar

Óvenjufá fiskiskip eru nú á sjó þótt þokkalegt sjóveður sé víðast hvar við landið. Skýringin er sennilega sú að margir eru um það bil búnir með kvóta sína á þessu fiskveiðiári, en nýtt fiskveiðiár hefst um næstu mánaðamót.

Alvarlegt bílslys í Vatnsfirði

Kona og karlmaður slösuðust alvarlega þegar bíll þeirra fór út af veginum í Vatnsfirði, skammt frá Flókalundi á Barðaströnd undir kvöld í gær. Konan hryggbrotnaði og karlinn bringubeinsbrotnaði, en annað þeirra kastaðist út úr bílnum.

Fundu amfetamín á víðavangi

Lögreglan á Suðurnesjum fann í dag um 35 grömm af amfetamíni í söluumbúðum utan vegar við Njarðarbraut.

Járnfrúnni hrakar

Járnfrúin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, er orðin elliær og hrakar stöðugt, að því er dóttir hennar upplýsir í nýrri bók sem kemur út í dag.

Óánægðir Hafnfirðingar boða bæjarstjóra á sinn fund

Foreldraráð Hvaleyrarskóla mótmælir harðlega tillögu að breyttu deiliskipulagi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þau segja að aukin umferð beint inn af hraðbraut ógni öryggi skólabarna og annarra vegfarenda. Foreldraráðið hefur boðað bæjarstjóra og formann skipulags- og byggingaráðs á fund sinn.

Tíu er saknað eftir snjóflóð í Ölpunum

Átta eru slasaðir og tíu er saknað eftir að snjóflóð féll úr hlíðum Mont Blanc í dag. Snjóflóðið hreif með sér hóp af fjallgöngumönnum sem voru að klífa fjallið Frakklandsmeginn.

90 þúsund manns í bænum - 100 lögreglumenn að störfum

Lögreglan telur að á bilinu 80 til 90 þúsund manns hafi verið í miðbæ Reykjavíkur um klukkan ellefu í gærkvöldi. Mannfjöldinn fylgdist þá með flugeladsýningunni sem jafnan er hápunktur dagskrár menningarnætur.

Keyrt á ungan dreng við Miklatún

Keyrt var á ungan dreng í Lönguhlíð til móts við Miklatún nú rétt fyrir klukkan níu. Bílstjórinn missti síðan stjórn á bíl sínum og endaði á nærliggjandi ljósastaur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var líðan drengsins nokkuð góð en hann var fótbrotinn.

Fjölmenni á tónleikum á Miklatúni

Fjöldi manna er saman kominn á Miklatúni, en þar hófust tónleikar klukkan sjö í kvöld. Dagskráin er heldur betur freistandi fyrir fólk á öllum aldri. Hljómsveitirnar Nýdönsk, Jet Black Joe, Magnús og Jóhann, Hjaltalín, BloodGroup og Fjallabræður koma fram. Tónleikunum lýkur svo klukkan hálfellefu, í tæka tíð fyrir flugeldasýninguna.

Hanna Birna borgarstjóri heimsótti utanríkisráðherra

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri setti þrettándu Menningarnótt Reykjavíkur klukkan 13 á Óðinstorgi í dag. Fjölmenni var þar saman komið og lét fólk rigninguna ekkert á sig fá og klæddi sig eftir veðri.

Þjóðhátíð í Vodafone höllinni að verða klár

Lokaundirbúningur fyrir uppsetningu á risatjaldi fyrir áhorfendur, sem hyggjast mæta í Vodafone höllina í fyrramálið að horfa á landsleik Íslendinga og Frakka á Ólympíuleikunum í Kína, stendur nú yfir.

Ekkill Bhuttos klár í slaginn

Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhuttos hefur samþykkt að bjóða sig fram til forseta í Pakistan, eftir því sem BBC hefur eftir forystumönnum úr Pakistanska Þjóðarflokknum.

Minkur úr Grafarholti heldur á vit forfeðra sinna

Íbúar við Grænlandsleið 1 vöknuðu upp við það í nótt að minkur var að reyna að troða sér inn um bréfalúguna. Hann var fældur á brott en íbúar urðu aftur varir við hann í morgun og upphófst mikill eltingarleikur um alla götuna. Hann náðist á endanum.

Hlutu tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar

Þeir Haukur Guðlaugsson, Jón Stefánsson og Marteinn Hunger Friðriksson urðu í dag fyrstir til að hljóta Liljuna, ný tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar. Verðlaunin eru veitt fyrir ómetanlegt starf í þágu kirkjutónlistar á Íslandi.

Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og er potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Þrír heppnir voru með 100 þúsund í Jókernum, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár.

Láta líflátshótun ekkert á sig fá

Eyjamenn virðast taka því með stóískri ró þótt nokkrum mönnum sem tengjast ÍBV hafi borist líflátshótun eftir að liðið tapaði fyrir KA í fyrstu deild í íslensku knattspyrnunni.

Bannað að selja bjór á Laugavegi

Lögreglan hafði áðan afskipti af veitingamönnum sem hugðust selja léttvín og bjór í veitingatjaldi fyrir veitingahúsið Vín og skel við Laugaveg.

Strákarnir okkar á forsíðu New York Times

Forsíðumyndin á New York Times í dag er af íslenska handboltalandsliðinu að fagna sigrinum ótrúlega á Spánverjum í gær. New York Times er eitt virtasta dagblað í heimi og Vísir er nokkuð viss um að handknattleiksmenn hafi aldrei prýtt forsíðu þess áður.

Hafnarfjarðarbær sýnir leikinn á risaskjá

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að bjóða bæjarbúum og öðrum handboltaáhugamönnum að fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn á risaskjá í íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum.

Maraþonið er hafið

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu lögðu af stað klukkan níu í morgun frá Lækjargötu, í fyrirtaks hlaupaveðri. 10719 eru skráðir til leiks en af þeim hlaupa 639 heilt maraþon.

Sjá næstu 50 fréttir