Erlent

Skjálfti skekur Tíbet

Frá Lhasa, höfuðborg Tíbets.
Frá Lhasa, höfuðborg Tíbets. MYND/AP

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Tíbet í dag og er hann talinn hafa mælst 6,4 á Richter-kvarðanum. Engar fregnir hafa borist af tjóni eða mannfalli í skjálftanum enn sem komið er.

Skjálftinn fannst greinilega í borginni Nýju-Dehli á Indlandi en upptök hans voru í Tíbet að því er fréttastofa Reuters hefur eftir jarðskjálftafræðingum. Í Nepal fannst skjálftinn einnig greinilega og eru yfirvöld nú að kanna tjón af hans völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×