Fleiri fréttir

Hraðakstur í Mosfellsbæ

Brot níu ökumanna voru mynduð í Baugshlíð í Mosfellsbæ í dag en fylgst var með ökutækjum sem var ekið Baugshlíð í norðurátt við Arnarhöfða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Tapaði fjórum heitum pottum í hendur nauðgara

„Það tók lögguna margar vikur að rannsaka þetta og svo gerðist ekki neitt," segir Steinar Egilsson sem er í forsvari fyrir fyritæki sem selur heita potta. Steinar er einn af þeim sem átti í viðskiptum við Gunnar Rúnar Gunnarsson sem sveik fimm og hálfa milljón út úr N1 og er margdæmdur nauðgari.

Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins

Bryndís Björgvinsdóttir, meistaranemi í þjóðfræði, hefur verið ráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, skólaárið 2008-2009.

79 prósent viðmælenda í fréttum karlar

Creditinfo Ísland hefur í fyrsta sinn gert úttekt á kynjahlutfalli viðmælenda í fjölmiðlum. Niðurstöður sýna að konur koma aðeins fram í 21 prósenti þeirra frétta þar sem viðmælendur koma fram en karlmenn í 79 prósentum tilvika.

Rannsókn á Grímseyjarmáli og Byrgismáli lokið í sumar

Rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á meintum brotum fyrrverandi sveitarstjóra Grímseyjarhrepps lýkur í þessum mánuði. Þá lýkur rannsókn á efnahagsbrotahluta Byrgismálsins fyrir sumarlok. Þetta segir Sveinn Ingiberg Magnússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeildinni.

„Glistrup reytti af sér brandarana“

Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndaflokksins, hitti eitt sinn danska stjórnmálamanninn Mogens Glistrup sem féll frá í gær 82 ára að aldri. ,,Hann var óskaplega skemmtilegur og reytti af sér brandarana,“ sagði Jón í samtali við Vísi í dag.

Óskynsamlegt að hrófla við EES samningnum

Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar, segir að það væri pólitískt óskynsamlegt að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. ,,Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu myndi hugsanlega aukast við úrsögn úr EES því það eru margir stuðningsmenn EES sem myndu þá telja óhjákvæmilegt að ganga í Evrópusambandið."

Gripinn fyrir ofsaakstur - taldi sig á eðlilegum hraða

Karl um þrítugt var tekinn fyrir hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær en bíll hans mældist á 156 kílómetra hraða. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að lögreglumenn við eftirlitsstörf í Kópavogi hafi orðið mannsins varir og veittu þeir ökufantinum eftirför í Hafnarfjörð.

Veit ekki á hvaða öld Ögmundur lifir

Formaður Evrópusamtakanna segir að stundum efist hann um á hvaða öld Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, lifi. Í Morgunblaðsgrein eftir Ögmund sem birtist í morgun veltir hann því upp hvort að Ísland eigi að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Mogens Glistrup allur

Mogens Glistrup, stofnandi hins danska Framfaraflokks, lést í gærkvöld, 82 ára gamall. Glistrup var með umdeildari stjórmálamönnum Danmerkur, bæði fyrir skoðanir sínar í innflytjendamálum og vegna skattsvika sem hann var dæmdur fyrir.

Minnihlutinn í meirihluta

Fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði Reykjavíkur voru í meirihluta á fundi ráðsins í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason, varamaður Gísla Marteins Baldurssonar, voru þau einu sem mættu á fundinn frá meirihlutanum. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður borgarstjóra, og Kristján Guðmundsson voru fjarverandi. ,,Ég minnist þess ekki að þetta hafi komið fyrir áður," segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, sem sat fundinn í morgun. ,,Þetta er til marks um það að meirihlutinn er ekki með hlutina á hreinu frekar en fyrri daginn." Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Stefán Benediktsson sátu fundinn fyrir minnihlutann.

Íslendingar fremja líka glæpi

Lögfræðingur Alþjóðahúss segir að varast beri alhæfingar um erlenda ríkisborgara eins og Íslendinga í heild sinni. Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í gær segir að austur-evrópskir ríkisborgarar séu fluttir inn til landsins til að fremja afbrot.

Kanadíski fiskibáturinn fundinn

Um klukkan hálftólf náði Landhelgisgæslan sambandi við fiskibátinn sem leitað var að í morgun. Báturinn reyndist vera með bilaða vél, en ekkert amar að mannskapi um borð.

Stjórn Starfsmannasamtaka RÚV: Uppsagnir sorglegar

Stjórn Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins ohf. hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún skorar á menntamálaráðherra, ríkisstjórn og Alþingi Íslands að tryggja Ríkisútvarpinu ohf. þær tekjur sem lofað var þegar rekstrarfyrirkomulaginu var breytt.

Margdæmdur nauðgari grunaður um milljóna fjársvik

Maður, sem bíður afplánunar vegna grófrar nauðgunar, sveik 5,6 milljónir út úr N1 með því að misnota reikning móður sinnar. Maðurinn segir peninginn hafa farið upp í skuldir við handrukkara. Hann á að baki langan sakaferil.

Segja engan fót fyrir sögusögnum um stjórnarslit

Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna segja stjórnarsamstarfið standa traustum fótum og vísa á bug orðum Roberts Wade, prófessors við London School of Economics, um að orðrómur sé um stjórnarslit hér á landi vegna efnahagsástandsins.

Rekstrarsinnaðir yfirmenn hafa hagnast á hlutafélagavæðingu RÚV

Mörður Árnason fyrrum þingmaður Samfylkingar og hollvinur Ríkisútvarpsins skrifar athyglisverðann leiðara á heimasíðu flokksins í gær. Þar fjallar hann um uppsasgnirnar á Rúv og veltir fyrir sér hvort þar sé á ferðinni brigð á fyrirheitum eða framúrkeyrsla í stofnuninni. Mörður var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði gegn umdeildum lögum þegar Rúv var breytt í opinbert hlutafélag.

Liberty Belle á Reykjavíkurflugvelli

Liberty Belle, B 17 sprengjuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vélin er á flugi um gervalla Evrópu þessa dagana og kemur hingað beint frá Grænlandi. Flugið er farið til minningar um flugmenn sem létust í Seinni - Heimsstyrjöldinni. Á vefnum wikipedia.org segir að B-17 Flying Fortress hafi verið fyrsta fjöldaframleidda flugvélin sem hafi gengið í gegnum mikla þróun þann tíma sem hún var framleidd.

Íslendingur segir mótmælin í Mongólíu vera mjög ofbeldisfull

Þór Daníelsson, fulltrúi Rauða krossins í Mongólíu, segir að mótmælin í Ulan Bator höfuðborg landsins séu mjög ofbeldisfull. Miklar óeirðir brutust út í gærkvöld og í nótt sem enduðu með því að hið minnsta fjórir létust og 300 særðust.

Ríkisstjórnin ekki vinsamleg konum

Formaður sjúkraliðafélags Íslands segir að viðhorf ríkisstjórnarinnar sé konum ekki vinsamlegt. ,,Það er búið er að gefa fólki væntingar með yfirlýsingum í stjórnarsáttamálanum svo þegar á reynir er ekki nein innistæða fyrir þeim orðum. Viðhorf ríkisstjórnarinnar er konum ekki vinsamlegt."

Kona á þrítugsaldri lést að völdum stungusára í London

Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin eftir að hafa fundist með stungusár seint í gærkvöldi í Peckham í Suður-London. Ekki er vitað hver stóð á bak við stungunni en rannsókn er nú í gangi á málinu. Mikið hefur verið um stunguárásir í London síðustu mánuði sem hefur vakið upp ugg í borgarbúum.

Ísland úr EES

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, veltir fyrir sér að Ísland eigi að segja sig frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Lést í vinnuslysi um borð í Selfossi

Maður lést í vinnuslysi í morgun um borð í skipinu Selfossi sem liggur við Hafnarfjarðarhöfn. Slysið varð um klukkan átta í morgun og varð með þeim hætti að maðurinn klemmdist á milli gáms og skilrúms. Selfoss er í eigu Eimskipafélagsins. Lögregla er enn á vettvangi en hún fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirlitinu.

Slæmur salmonellufaraldur í Danmörku

Versti salmonellufaraldur í 15 ár gengur nú yfir Danmörku og hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns lagst veikir síðustu vikuna og margir hverjir á spítala.

Nýtt heimsmet í fjöldagítarleik

Ársgamalt heimsmet í fjöldagítarleik riðaði til falls í gærkvöldi þegar 2.052 manna hópur kom saman á Todos Santos-torginu í Concord í Kaliforníu og lék gamla Woody Guthrie-slagarann This Land is Your Land.

Gestir Landsmóts hestamanna gistu í íþróttahúsinu

Um 60 til 70 gestir á Landsmóti hestamanna þáðu boð sveitarstjórnarinnar á Hellu um gistingu í íþróttahúsinu þar í nótt. Mikið óveður geisaði á Suðurlandi í gær og eyðilögðust tjöld, fellihýsi og ýmsir lauslegir hlutir, að sögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Landsmótsins.

Skar fóstur úr ófrískri konu

Tuttugu og þriggja ára gömul kona stakk vanfæra kynsystur sína til bana á föstudag í síðustu viku og skar ófætt barnið úr kvið hennar, eftir því sem breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Sjá næstu 50 fréttir