Innlent

Áfram frítt í strætó fyrir námsmenn næsta vetur

MYND/Hari

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun þá tillögu borgarstjóra að halda áfram niðurgreiðslum í strætó fyrir námsmenn í Reykjavík skólaárið 2008 til 2009.

Þannig fá framhaldsskóla- og háskólanemar áfram frítt í strætó. Ákveðið var að gefa þeim frítt í strætó í fyrravetur og var það liður í svokölluðum grænum skrefum borgaryfirvalda. Samkvæmt mælingum og viðhorfskönnunum á notkun strætisvagna í mars hafði farþegaaukningin numið 10 prósentum í kjölfarið.

Viðbótarkostnaður vegna verkefnsins er 270 milljónir króna eftir því sem segir í frétt borgarinar. Þar segir einnig að stefnt sé að frekari niðurfellingu strætisvagnafargjalda fyrir börn og unglinga að átján ára aldri og fargjöldum fyrir aldraða og öryrkja samhliða því sem unnið er að því að bæta leiðakerfi og þjónustu við farþega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×