Innlent

Nýjar siglingareglur 1. júlí

Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. MYND/Auðunn

Landhelgisgæslan hefur þurft að hafa afskipti af þó nokkrum skipum á siglingaleiðinni fyrir Reykjanes á síðustu tveimur dögum.

Þann 1. júlí tóku gildi nýjar reglur um þessar siglingar og megi skip sem eru stærri en 20.000 tonn, eða sigla með varning sem mengun getur stafað af, nú ekki lengur sigla grunnslóðin milli Eldeyjar og Reykjanes heldur verða að fara djúpslóðin utan við Eldey. Þarna munar um klukkutíma á siglingunni fyrir þessi skip. Að sögn Landhelgisgæslunnar eru þetta einkum erlend skip sem hún hefur þurft að hafa afskipti af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×