Innlent

Mannréttindadómstóllinn fjallar um mál Ásatrúarfélagsins

Frá blóti ásatrúarmanna.
Frá blóti ásatrúarmanna. MYND/Gísli Páll Guðjónsson

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir mál Ásatrúarfélagsins gegn íslenska ríkinu.

Ásatrúarfélagið er ósátt við að sitja ekki við sama borð og þjóðkirkjan þegar kemur að styrkjum ríkisins til trúfélaganna. Fær félagið nú tæplega 30% minna fé en þjóðkirkjan fyrir hvern meðlim sinn. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Ásatruarfélagsins segir að hann muni nú safna saman gögnum og senda til dómstólsins og verða þau tilbúin í haust.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir að hann sé mjög ánægður með að Mannréttindadómstólinn ætli að taka mál þeirra fyrir. Hilmar Örn segir að ásatrúarmenn telji það brot á jafnræðisreglu að sitja ekki við sama borð og þjóðkirkjan hvað varðar styrki frá ríkinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×