Innlent

Grímseyjarhrottinn á Litla-Hraun

SB skrifar
Alexander handtekinn í Grímsey. Sérsveitin leiðir hann burt.
Alexander handtekinn í Grímsey. Sérsveitin leiðir hann burt.

Alexander Jóhannesson, drengurinn sem gekk berserksgang í Grímsey, var fluttur á Litla Hraun í morgunn. Meðan hann beið eftir að hefja afplánun tók hann þátt í hópslagsmálum fyrir utan heimili sitt á Akureyri og var handtekinn af sérsveitinni í Grímsey.

Alexander var í byrjun júní dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir hótanir og líkamsárásir þar sem hann notaði hníf sem vopn.

Nágrannar Alexanders, sem búa í sömu blokk og hann, gagnrýndu yfirvöld á Rúv í gær fyrir aðgerðarleysi í máli Alexanders. Þau sögðu stanslausan ófrið af honum í blokkinni og hann hefði hótað íbúum með skrúfjárni.









„Það er einkennilegt að hann sé kominn til Grímseyjar tveimur dögum eftir að hann tekur þátt í hópslagsmálum hér á Akureyri," sagði Friðjón G. Snorrason, nágranni Alexanders. Eiginkona hans, Anna Sigríður, tók undir með honum.

„Mér finnst rétt að allir fái sinn sjens að áfrýja en mér finnst líka rétt að skoða alvarleika málsins, hver okkar réttur er að hafa frið í húsinu okkar," sögðu þau í samtali við RÚV í gær.

Þrír sérsveitarmenn voru sendir frá Akureyri til Grímseyjar til að sækja Alexander. Hann hafði ógnað fólki með slaghamri og hnífi. Í hópslagsmálum tveim dögum áður höfðu golfkylfur verið notaðar sem vopn.

Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun staðfesti að Alexander hefði verið fluttur á Litla-Hraun í morgunn. Alexander var fyrst vistaður á geðdeild á Akureyri en færður yfir í Hegningarhúsið í gær og þaðan á Litla-Hraun þar sem hann mun afplána dóminn.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×