Innlent

Gripinn fyrir ofsaakstur - taldi sig á eðlilegum hraða

MYND/Guðmundur

Karl um þrítugt var tekinn fyrir hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær en bíll hans mældist á 156 kílómetra hraða. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að lögreglumenn við eftirlitsstörf í Kópavogi hafi orðið mannsins varir og veittu þeir honum eftirför í Hafnarfjörð.

Þar var hann handtekinn og færður á lögreglustöð en maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður. Hann var síðan sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og gert að afhenda ökuskírteini sitt. Lögregla getur þess að maðurinn hafi furðað sig á afskiptum lögreglunnar en hann taldi sig hafa ekið á eðlilegum umferðarhraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×