Erlent

Nýtt heimsmet í fjöldagítarleik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ársgamalt heimsmet í fjöldagítarleik riðaði til falls í gærkvöldi þegar 2.052 manna hópur kom saman á Todos Santos-torginu í Concord í Kaliforníu og lék gamla Woody Guthrie-slagarann This Land is Your Land.

Tók flutningurinn fimm mínútur og var þar með met 1.802 manna hóps síðan í júní í fyrra slegið en sá lék Deep Purple-lagið Smoke on the Water í Leinfelden í Þýskalandi. Hópurinn í gærkvöldi tók eitt æfingarennsli undir leiðsögn stjórnanda en eftir það streymdi tónlistin fram og heimsmetið féll þeim í skaut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×