Innlent

Fíkniefni haldlögð í Grafarvogi

Um 200 grömm af fíkniefnum, aðallega amfetamín, fundust við húsleit í Grafarvogi í gærkvöld. Karl um fimmtugt var handtekinn vegna rannsóknar málsins en sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Við aðgerðina í gær, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollgæslunni.

Frá þessu er greint á Lögregluvefnum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×