Innlent

Leita að kanadískum fiskibát úti fyrir Reykjanesi

Fokker-flugvél Landhelgisgælsunnar var send af stað laust eftir klukkan tíu í morgun til að leita að fiskibát sem skráður er í Kanda. Tveir menn voru um borð í bátnum samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni barst neyðarskeyti frá frífljótandi neyðarbauju um 330 mílur suðsuðvestur af Reykjanesi um klukkan hálfsjö í morgun. Baujan er skráð á fiskibátinn og samkvæmt upplýsingum frá björgunarmiðstöðinni í Halifax var báturinn seldur til aðila í Noregi og var á leið til Íslands. Auk Fokker-vélarinnar sigla nærstödd skip á vettvang að leita fiskibátsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×