Innlent

Leigja hús fyrir Landsmót á fleiri hundruð þúsund

Frá Hellu.
Frá Hellu.

Gestir á Landsmóti hestamanna, sem nú stendur yfir á Hellu, leigja sumir hverjir hús í sveitarfélaginu fyrir fleiri hundruð þúsund krónur.

Algeng leiga á húsum er um 250 þúsund krónur en ekki er óalgengt að vikuleiga fari upp í 400 þúsund fyrir venjulegt einbýlishús, segir starfsmaður á sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings.

Hann bendir á að margir íbúar svæðisins séu hvort sem er í sumarfríi og því tilvalið fyrir þá að leigja út íbúðarhúsnæði sitt. Oftast séu það hópar af fólki sem leigi hús saman enda sé það ekkert mikið dýrara en að gista á hóteli en þeim mun þægilegra.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×