Innlent

Pólverji á fimmtugsaldri lést í vinnuslysi

Fjörtíu og sex ára gamalla pólskur karlmaður lést í vinnuslysi í morgun um borð í skipinu Selfossi sem liggur við Hafnarfjarðarhöfn.

Slysið varð um klukkan átta í morgun og varð með þeim hætti að maðurinn klemmdist á milli gáms og skilrúms þegar verið var að hífa gáma um borð. Þær upplýsingar fengust hjá Eimskipafélaginu, sem á skipið, að nokkuð hvasst hafi verið á vettvangi þegar slysið varð og virðist gámurinn hafa fokið til.

Maðurinn var hins vegar starfsmaður Atlantsskipa sem sinnti verktöku við lestunina. Lögregla fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirlitinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×