Fleiri fréttir

Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins féllst í dag á tillögu mína um að Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við af mér sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Hillary Clinton lýsir yfir stuðningi við Obama

Hillary Clinton hefyr lýst yfir stuðningi við Barak Obama í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum næsta vetur. Hún heldur nú síðustu ræðu sína í forkosningunum sem er nú formlega lokið.

Auglýst eftir íslenskum klámmyndaleikurum á netinu

Fyrirtæki sem nefnir sig Blackwood-Production auglýsir nú eftir íslenskum klámmyndaleikurum á netinu. Tökur munu hefjast hér á landi eftir um mánuð. Er auglýsingin inn á einkamál.is undir heitinu Adult-jobs.

Jón Magnússon vill kanna hug Frjálslyndra til ESB aðildar

Jón Magnússon þingmaður Frjálslynda flokksins sagði á landsráðsfundi flokksins að hann væri hlynntur því að félögum í Frjálslynda flokknum væri gefinn kostur á því að segja skoðun sína um það hvort rétt sé að farið sé í viðræður við ESB til þess að fá úr því skorið hvaða samningum við næðum.

Hanna Birna verður oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins það sem eftir lifir af kjörtímabilinu. Þetta var ákveðið á fundi borgarfulltrúa flokksins í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi oddviti, lagði þessa tillögu fram. Ekki hefur náðst í neinn af borgarfulltrúunum.

Segir að Vilhjálmur hafi ekki vitað af listanum í REI

Guðmundur Þóroddsson fyrrum forstjóri Orkuveitunnar og REI segir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóri hafi ekki vitað að listanum með nöfnum þeirra sem áttu að fá að kaupa hlutafé í REI.

Horfinn pýramídi finnst á ný

Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið aftur 4.000 ára gamlan pýramída en hann hvarf í sandinn fyrir 160 árum. Lítið er eftir af pýramídanum nema grunnur hans og gengur hann undir nafninu Höfuðlausi pýramídinn.

Hvalkjötið enn ekki tollafgreitt í Japan

Rúm 60 tonn af hvalkjöti sem Hvalur hf. sendi til Japan í upphafi mánaðarins hefur enn ekki verið tollafgreitt. Og japönsk yfirvöld segja að þeim hafi ekki borist nein beiðni um innflutningsleyfi fyrir kjötið.

Mikil geislavirkni í sorpi frá Ítalíu

Yfirvöld í Hamborg hafa fyrirskipað stöðvun á eyðingu spítalasorps frá Ítalíu eftir að mælingar sýndu óvenjumikla geislavirkni í því. Var geislavirkning 80-falt meiri en eðlilegt getur talist.

Rannsaka samtal milli fimm Guantanamo-fanga

Bandaríkjaher ætlar að láta rannsaka hvernig á því stóð að fimm Guantanamo-fangar fengu að tala saman þegar verið var að birta þeim ákæru á fimmtudag.

Lítilsháttar auking á skjálftavirkninni í Ölfusi

Skjálftavirknin í Ölfusi hefur aukist lítillega síðustu klukkutímanna. Tveir skjálftar upp á 3 á richter hafa fundist. Annnar þeirra rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi undir Ingólfsfjalli. Hinn varð rúmlega hálf tvö í nótt við enda Kross-sprungunnar.

Mótmæltu álverinu í Helguvík

Fyrsta skóflustungan að nýju álveri í Helguvík var tekin í dag. Þá voru samningar á milli Norðuráls og Íslenskra aðalverktaka um byggingarframkvæmdir undirritaðir. Nokkur mótmælu voru við athöfnina og þurfti lögregla að hafa afskipti af mótmælendum.

Grunaður barnaklámskennari fremur sjálfsmorð

Ástralskur kennari tók sitt eigið líf og annar reyndi sjálfsvíg eftir að þeir voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á barnaklámshringi á netinu. Mennirnir voru yfirheyrðir af lögreglu þegar upp komst um barnaklámshringinn en lögreglan þar í landi hefur ákært 90 manns í tengslum við málið.

Fyrsta skóflustungan í Helguvík

í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju álveri í Helguvík og undirritaðir samningar milli Norðuráls og Íslenskra aðalverktaka um að hefja byggingarframkvæmdir á þessu ári. Ekki liggja fyrir leyfi um raflínur vegna álversins og eigendur þess hafa ekki tryggt fullri starfsemi þess raforku.

Starfsmenn Sólfells segja eigendur ætla að keyra fyrirtækið í þrot

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Sólfells í Borgarnesi saka móðurfyrirtæki þess um að ætla að sölsa undir sig eignir fyrirtæksins og keyra það í þrot. Öllum 35 starfsmönnum Sólfells var sagt upp störfum í síðustu viku og er mikil reiði meðal starfsmanna.

Lofar fögrum Skólavörðustíg fyrir sumarlok

Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar Reykjavíkur, lofar borgarbúum að framkvæmdum við Skólavörðustíginn verði lokið fyrir sumarlok. Kaffihús við Skólavörðustíginn hafa neyðst til að loka vegna framkvæmdanna sem staðið hafa yfir í margar vikur.

Kókaínsmokkarnir koma ekki

Hollendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur enn ekki skilað af sér öllum þeim pakkningum sem hann gleypti til þess að smygli kókaíni hingað til lands.

Gæsluvarðhald yfir Fritzl framlengt

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir hinum austurríska Josef Fritzl þangað til dómari endurmetur stöðuna eftir tvo mánuði. Fritzl er ásakaður fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni Elisabeth Fritzl og lokað hana inni í 24 ár. Á þeim tíma gat hann henni 7 börn. Lögreglan í Austurríki segir að Fritzl hafi játnað verknaðinn á sig.

Hætta á grjóthruni er talin hafa aukist eftir jarðskjálftanna

Almannavarnanefndir á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi hafa látið meta hættu á grjóthruni í kjölfar jarðskjálftanna. Niðurstöður rannsókna eru þær að hætta á grjóthruni er talin hafa aukist á svæðinu kringum Hamarinn við Hveragerði, Reykjafjall og Ingólfsfjall.

Þorsteinn þvertekur fyrir brask og óreiðu

Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, umsjónarfyrirtækis Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, mun boða til blaðamannafundar í næstu viku samkvæmt spjalli sem blaðamaður Vísis átti við Þorstein.

Stal verkfærum af vinnuveitanda

Fyrrverandi starfsmaður Íslenskra aðalverktaka(ÍAV) var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað.

Listanemi fær bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi nema í Listaháskóla Íslands bætur vegan tjóns sem hún varð fyrir við meðhöndlun eiturefna innan skólans.

Klónuð kýr eignast afkvæmi

Átta kálfar hafa fæðst í Bretlandi sem eru afkvæmi klónaðrar kýr. Hún gekk þó ekki sjálf með afkvæmin heldur voru þau flutt sem fósturvísar til Bretlands af bandarískri rannsóknarstofu og gekk ,,leigukýr" með kálfana.

Sendinefndin farin til Íraks að hitta flóttafólk

Íslensk sendinefnd lagði í dag af stað til Íraks til að taka viðtöl við flóttafólk sem boðið verður hæli hér á landi nú í haust. Sendinefndin verður í Írak í viku og sagðist Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða kross Íslands í ljósi þess að reynslan sýni að það hafi reynst börnum úr hópi flóttafólks erfitt að byrja nám sitt eftir að skólaárið er hafið ,,vonast til þess að hópurinn komi til landsins í ágúst."

Stjórnmálamaðurinn Sturla heldur ræðu (myndband)

Vörubílstjórinn Sturla Jónsson ætlar að skella sér í pólitík. Hann sagði á Vísi í dag að hann væri búinn að stofna stjórnmálaflokk, Íslenska lýðræðisflokkinn, sem myndi bjóða fram í næstu alþingiskosningum.

Sjá næstu 50 fréttir