Innlent

Gná í sjúkraflugi til Breiðuvíkur í nótt

Gná þyrla Landhelgisgæslunnar var send í sjúkraflug til Breiðuvíkur við Arnarstapa í nótt.

Sótti þyrlan þar hjartveika eldri konu sem var þarna í sumarbústað. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrlan farin í loftið hér klukkan 2.48 og kom aftur til Reykjavíkur með konuna klukkan 4 í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×