Innlent

Hvalkjötið enn ekki tollafgreitt í Japan

Rúm 60 tonn af hvalkjöti sem Hvalur hf. sendi til Japan í upphafi mánaðarins hefur enn ekki verið tollafgreitt. Og japönsk yfirvöld segja að þeim hafi ekki borist nein beiðni um innflutningsleyfi fyrir kjötið.

Í fréttaskeyti frá Reuters um málið í gær segir að kjötið sé strandað í kæligeymslu og það hefur eftir sendifulltrúa við japanska sendiráðið í Osló að engin beiðni hafi borist um nauðsynlegt innflutningsleyfi fyrir kjötið. "Japönskum stjórnvöldum hefur ekki borist nein slík beiðni," segir Hitoshi Kawahara í samtali við Reuters.

Í Reuters-skeytinu segir að ekki hafi náðst í talsmann Hvals vegna málsins en þar er vitnað í Frode Pleym talsmann Greenpeace sem segir kjötsendinguna ekkert annað brella og ætlunin sé að þvinga kjötinu upp á Japani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×