Innlent

Stal verkfærum af vinnuveitanda

Fyrrverandi starfsmaður Íslenskra aðalverktaka(ÍAV) var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað.

Þegar hann var starfsmaður ÍAV stal hann vinnufatnaði, verkfærum og öðru slíku og sendi heim til Póllands. Hluti þýfissins fannst reyndar á heimili mannsins við húsleit lögreglu.

Þjófnaðurinn átti sér stað á yfir tveggja ára tímabili en maðurinn játaði brotin skýlaust.

Hér fyrir neðan má sjá hvað starfsmaðurinn hafði upp úr krafsinu á því tímabili sem hann stundaði þjófnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×