Innlent

Segir að Vilhjálmur hafi ekki vitað af listanum í REI

Guðmundur Þóroddsson fyrrum forstjóri Orkuveitunnar og REI segir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóri hafi ekki vitað að listanum með nöfnum þeirra sem áttu að fá að kaupa hlutafé í REI.

Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund sem Fréttablaðið birtir í dag. Guðmundur rifjar þar um margumtalaðan stjórnar- og eigendafund OR... "Hann (Guðmundur) segir að Vilhjálmur...hafi sagt rétt frá varðandi það að hafa ekki séð nafnalista á fundinum yfir þá sem áttu að fá að kaupa hlutafé í REI. Vilhjálmur var hinsvegar rengdur um þetta og upphaf REI-málsins er oft rakið til fundarins," segir í Fréttablaðinu.

Guðmundur segir að á þessum tíma hafi hann ekki haft hugmynd um að Vilhjálmur hafi ekki fengið listann. Og Guðmundur telur ekki að Vilhjálmur beri ábyrgð á málalyktum í REI-málinu.

Meðal þess sem fram kemur í máli Guðmundar er að honum hafi fundist að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi beitt sér gegn OR og REI en Björn átti sæti í stjórn OR. Hann segir að oft hafi komið skrýtnar yfirlýsingar frá Birni og var Guðmundur farinn að beita þeirri aðferð á meðan Björn var í stjórninni að láta endurskoðendur fyrirtækisins svara sem mest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×