Innlent

Sturla Jónsson: „Lífið er of stutt til þess að vera að standa í deilum“

Sturla Jónsson leyfir landsmönnum að velja nafnið á stjórnmálahreyfingu sinni.
Sturla Jónsson leyfir landsmönnum að velja nafnið á stjórnmálahreyfingu sinni.

Sturla Jónsson, vörubílstjóri, segir það ekki mikið vandamál þó að stjórnmálahreyfingin sem hann stofnaði í gær fái ekki að heita Lýðræðisflokkurinn en Ástþór Magnússon á nafnið. „Þetta verður ekkert flóknara en svo að við opnum heimasíðu og leyfum landsmönnum að velja nafn á flokkinn. Við erum líka að stofna þennan flokk fyrir fólkið í landinu," útskýrir Sturla.

Sturla segir það skipta litlu máli þó nafnið sé upptekið enda vilji hann ekki stofna til illdeilna við Ástþór. „Lífið er of stutt til að vera að standa í deilum."


Tengdar fréttir

Ástþór á Lýðræðisflokkinn – Leyfir Sturlu ekki að nota nafnið

„Ég og hópur fólks höfum verið að nota þetta nafn. Hann getur fundið sér eitthvað annað,“ segir Ástþór Magnússon þegar blaðamaður Vísis tjáði honum að Sturla Jónsson hefði í gær stofnað stjórnmálaflokk undir nafninu Lýðræðisflokkurinn.

Stjórnmálamaðurinn Sturla heldur ræðu (myndband)

Vörubílstjórinn Sturla Jónsson ætlar að skella sér í pólitík. Hann sagði á Vísi í dag að hann væri búinn að stofna stjórnmálaflokk, Íslenska lýðræðisflokkinn, sem myndi bjóða fram í næstu alþingiskosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×