Innlent

Kvennahlaupinu í Eyjum frestað vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að fresta Kvennahlaupinu í Vetmannaeyjum til morguns, sunnudag, vegna veðurs.

Að sögn talskonu hlaupsins í Eyjum er mikið rok og rigning þar núna..."og eiginlega er ekki hundi út sigandi þessa stundina," segir hún.

Hlaupið fer fram í Eyjum á morgun á sama tíma og það átti að vera í dag eða klukkan eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×