Fleiri fréttir

Medvedev vill ekki að Úkraína gangi í Nató

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands hefur varað Viktor Yushchenko, forseta Úkraínu við því að Úkraína gangi í Nató. Ef fari svo þá muni samskipti á milli Rússlands og Úkraínu stirðna í kjölfarið. Forsetarnir tveir eru um þessar munir á óformlegum leiðtogafundi 12 fyrrum Sovétríkja.

Frosið brauð sagt bakað á staðnum

Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn.

Mannfall á Srí Lanka

Að minnsta kosti 20 féllu og 80 særðust þegar vegsprengja sprakk í úthverfi Kólombo, höfuðborgar Srí Lanka, í morgun. Strætisvagn ók hjá þegar sprengjan sprakk. Þetta var á háannatíma.

Kennaraháskólinn stendur á tímamótum

Haldið verður upp á hundrað ára afmæli setningu fyrstu fræðilaga og stofnun Kennaraskóla Íslands, fyrirrennara Kennaraháskólans, í Borgarleikhúsinu á morgun.

Samþykktu nýgerðan kjarasamning við ríkið

Félagsmenn í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykktu samhljóða nýgerðan kjarasamning við ríkið. Þetta kemur fram á heimasíðu BSRB. Þar segir einnig að Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafi einnig samþykkt samninginn.

Ekki illdeilur heldur smásmugulegt skítkast

Bæjarfulltrúar E-listans í Vogum saka Ingu Sigrúnu Atladóttir, bæjarfulltrúa H-listans, um ósannsögli. Í viðtali á visi.is í gær sakaði Inga Sigrúnu forseta bæjarstjórnar Voga um að hygla mágkonu sinni í E-listanum. Mágkonan segir ástandið í bæjarstjórn Voga ekki illdeilur heldur smásmugulegt skítkast.

Árás Jóns Trausta á Pólverja ekki kærð

Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson var ekki ákærður fyrir að ráðast á pólverja á veitingastað í Reykjanesbæ sama kvöld og hann er dæmdur fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir. Lögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir að kæra hafi ekki borist frá pólverjanum.

Erfitt að spá um hækkun flugfargjalda

Erfitt er að henda reiður á því hve mikið flugfargjöld hækka nái tillögur Evrópusambandsins, um sérstakan skatt á flugfélög vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, fram að ganga. Þetta segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express.

Ítreka beiðni til dómsmálaráðherra um hópmálsóknir

Neytendasamtökin ítreka fyrri beiðni sína frá 12. apríl 2006 í bréfi til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að samið verði frumvarp um hópmálsókn. Þetta kemur fram í bréfi sem Neytendasamtökin hafa sent ráðherra og er birt á heimasíðu samtakanna.

Aldurstakmark á tjaldstæðinu Akureyri

Fólk undir tvítugu má ekki tjalda á tjaldsvæðum á Akureyri í kringum sautjánda júní. Þetta kemur fram í tilkynningu sem að Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta, sem rekur tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum og Þórunnarstræti sendi frá sér.

Benedikt starfandi stjórnarformaður

Ákveðið hefur verið að Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar sjúkratryggingastofnunar sem tekur til starfa í haust, verði starfandi stjórnarformaður stofnunarinnar uns forstjóri hefur verið skipaður.

Horfinn pýramídi finnst á ný

Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið aftur 4.000 ára gamlan pýramída en hann hvarf í sandinn fyrir 160 árum. Lítið er eftir af pýramídanum nema grunnur hans og gengur hann undir nafninu Höfuðlausi pýramídinn.

Telja Danmörku ofarlega á skotlista al-Qaeda

Dönsk stjórnvöld telja að landið sé nú komið í hóp helstu skotmarka al-Qaeda-samtakanna. Sé landið þar ásamt Ísreal, Bandaríkjunum og Englandi. Þetta kemur í kjölfar yfirlýsingar frá einum af foringjum al-Qaeda fyrr í vikunni.

Tvöfalda þarf matvælaframleiðslu heimsins

Matvælaframleiðsla í heiminum verður að hafa tvöfaldast árið 2030 auk þess sem styðja þarf betur við bændur í fátækari löndum. Þetta eru meginniðurstöður þriggja daga ráðstefnu í Róm

Tonn af sprengiefni í bifreiðum í Pakistan

Yfirvöld í Pakistan stöðvuðu í gærkvöldi tvær bifreiðar sem fluttu um eitt tonn af sprengiefni í borginni Rawalpindi. Að minnsta kosti þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins og sæta nú yfirheyrslum.

Hótuðu að brenna bandaríska og breska sendierindreka

Bandarískir og breskir sendierindrekar voru hætt komnir í Zimbabve í gær þegar lögregla og hermenn þar í landi stöðvuðu bílalest þeirra og hótuðu að brenna þá lifandi. Að sögn Sean McCormack, talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins, voru fimm bandarískir sendiráðsstarfsmenn teknir höndum.

Eldur í gámi við 365

Eldur kom upp í ruslagámi við austurenda húsnæðis 365 í Skaftahlíð um klukkan 4:30 í morgun. Það var öryggisvörður frá Securitas sem varð eldsins var.

„Átti ekki von á því að þetta færi svona“

Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs segist fyrst og fremst vera ofboðslega feginn því að Baugsmálinu sé lokið. Hann hlaut þyngsta dóminn í Hæstarétti í dag, 12 mánuða skilorðsbundið fangelsi. „Maður átti samt ekki von á því að þetta færi svona,“ segir Tryggvi sem hefur verið sakborningur í Baugsmálinu í 6 ár.

Clinton og Obama fara ekki saman í slaginn

Hillary Clinton ætlar ekki að sækjast eftir því að verða varaforsetaefni Baracks Obama í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þetta segir kosningastjóri Hillary og bætti því við að Obama ætti valið. Obama leitar nú logandi ljós að varaforsetaefni og hafa nokkrir verið nefndir.

Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði álykta um brettagarð

Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir harma að brettagarður við Víðistaðartún skuli vera kominn í strand hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir fjallaði um málið fyrr í dag.

Vill deyja sem píslarvottur

Tveir meðlimir al Qaeda sem ákærðir eru í tengslum við hryðjuverkaárásirnar þann 11.september 2001 sögðu fyrir rétti í dag að þeir vildu deyja sem píslarvottar.

Hvað á hverinn að heita?

Leitað er eftir tillögum um nafn á nýja leirhverinn ofan Hveragerðis og heitir Garðyrkjuskólinn í Ölfusi blómvendi í verðlaun þeim sem kemur með besta nafnið.

Flugfargjöld gætu hækkað vegna mengunarkvóta

Væntanlegar reglur Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar yrðu mun meira efnahagslegt högg fyrir Íslendinga en aðrar Evrópuþjóðir segir samgönguráðherra. Reglurnar gætu leitt til hækkunar á flugfargjöldum og almennu vöruverði.

Jóhannes segir Jón Ásgeir hafa tekið dómnum illa

Jóhannes Jónsson kvaðst vonast til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni einn daginn gefa út af hverju honum væri ,,svona illa við okkur og hvað við höfum gert honum." Hann segist hafa skorað áður á Björn og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að segja af sér og hann væri enn þeirra skoðunar. Sonur hans tók dómnum illa.

Jón Gerald á leið til Strassbourgar

Brynjar Níelsson lögmaður Jóns Geralds Sullenberger var rétt búinn að kíkja á niðurstöðu Hæstaréttar þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu. Hann segir að næst á dagskrá sé að fara með málið til Strassbourgar.

Nauðgunardómur þyngdur - lögregla gagnrýnd fyrir seinagang

Dómur yfir karlmanni sem nauðgaði áfengisdauðri stúlku á heimili fyrrverandi tengdamóður sinnar var þyngdur úr fimmtán mánuðum í átján í Hæstarétti í dag. Maðurinn þarf að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglan gagnrýnd fyrir seinagang.

Hæstiréttur sýknar í netbankamáli

Karlamaður sem dæmdur var í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að misnota aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis var sýknaður af Hæstarétti í dag.

Vonandi líf eftir Baugsmálið

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu.

Gestur: Ánægður að málinu er lokið

Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok."

Aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta á leiðinni?

Vísindamenn hjá Nasa nálgast það að geta spáð fyrir um jarðskjálfta en þeir fundu út að náin tengsl eru á milli raftruflana í jaðri lofthjúps okkar og yfirvofandi jarðskjálfta á jörðu niðri. Út frá þessum tengslum telja þeir að hægt sé að búa til aðvörunarkerfi fyrir jarðskjálfta.

Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús

Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar.

Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms í Baugsmáli

Hæstiréttur hefur fellt dóm í Baugsmálinu svokallaða og hann staðfestir dóm héraðsdóms. Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Gerald Sullenberger er staðfestur og sömuleiðis tólf mánaða dómur yfir Tryggva Jónssyni. Ríkissjóður skal greiða 20 milljónir í málskostnað fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, 15 milljónir fyrir Tryggva Jónsson og sjö milljónir fyrir Jón Gerald Sullenberger.

Óeðlilegt að sérfræðingur fékk ekki að tjá sig

Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur og meðlimur í framkvæmdahóp Stígamóta undrast að Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hafi ekki fengið að tjá sig að fullu sem vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðarmáli Ásgeirs Þórs Davíðssonar gegn fyrrverandi forsvarsmönnum tímaritsins Ísafoldar.

Tvær kærur til viðbótar á háskólakennarann

Tvær kærur hafa bæst við á hendur háskólakennaranum sem situr nú í gæsluvarðhaldi. Hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart börnum. Rannsókn er á lokastigi en hluti málsins hefur þegar verið sendur ríkissaksóknara

Baugsmálið frá upphafi til enda

Hinu svokallaða Baugsmáli, sem verið hefur í kerfinu í hátt á sjötta ár, lauk með dómi Hæstaréttar í dag. Þar voru dómar héraðsdóms yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyn, stjórnarformanni Baugs, Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra, og Jóni Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, staðfestir.

Fáfnismaður dæmdur fyrir að berja konu

Jón Trausti Lúthersson hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir tvær alvarlegar líkamsárásir. Hann gekk í skrokk á konu á veitingastað í Reykjanesbæ og skallaði mann í andlitið og nefbraut hann.

Græðir ekki krónu á Rangárþingi

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra græðir ekki krónu á því að telja fram í Rangárþingi ytra þar sem hann er með lögheimili frekar en heimabæ sínum Hafnarfirði líkt og ritstjórar DV héldu fram í yfirlýsingu nú fyrir skömmu. Útsvarsprósenta sveitarfélaganna fyrir árið 2008 er sú sama eða 13,03%Græðir

Leitað að fleiri hvítabjörnum

Í kjölfar þess að ísbjörn var felldur á Laxárdalsheiði í Skagafirði í vikunni þótti lögreglunni á Sauðárkróki ástæða til að ganga úr skugga um að fleiri bjarndýr gengju ekki laus á svæðinu.

Anders Fogh ætlar ekki að biðja al-Qaeda afsökunar

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur segist ekki taka það í mál að biðja hryðjuverkasamtökin al-Qaeda afsökunar eins og þau kröfðust þegar samtökin lýstu ábyrgð á árásinni á danska sendiráðið í Pakistan á hendur sér.

Sjá næstu 50 fréttir