Ránið breytti lífi mínu SB skrifar 20. júní 2008 13:46 Óskar Örn Gíslason sem ákærður er fyrir að sviðsetja rán. Hefur breytt lífi sínu og er hamingjusamur. „Þetta var byrjunin á því besta sem komið hefur fyrir mig,“ segir Óskar Örn Gíslason, einn þremenninga sem sviðsettu rán í 11-11 í Garðabæ fyrir rúmu ári. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Atburðarrásin í búðinni var líkust reyfarakenndri kvikmynd. Óskar kom inn klæddur kuldagalla og lambúshettu. Hann barði félaga sinn sem vann á kassa í golfið og náði 65 þúsund krónum úr kassanum. Ránsfengurinn var falinn heima hjá þriðja aðilanum sem ákærður er í málinu. „Úff, maður var í annarlegu ástandi þegar þetta gerðist. Eftir skýrslutökurnar fór ég strax í meðferð. Þetta var endapunkturinn á löngu ferli," segir Óskar sem er 21 árs og lítur nú um öxl og hefur öðlast nýtt sjónarhorn á lífið. Hann veit að gamlar syndir elta mann uppi en ekki sé hægt að takast á við ölduganginn nema með blöndu af auðmýkt og húmor. „Fólk gerir mistök, krakkar gera mistök. Maður var bara krakki og svo þegar harðnar í ári og maður á enga peninga þá virðast hinar heimskulegustu hugmyndir líta vel út," segir Óskar og bætir við: „Maður hefur þroskast mikið við þetta. Það er tími til kominn að horfast í augu við fortíðina." Óskar hefur fetað beinu brautina allt frá því að ránið afdrifaríka setti líf hans á hvolf. Hann segir þennan tíma hafa verið ævintýri líkastan: „Eftir meðferðina fór boltinn bara að rúlla - ég eignast frábæra kærustu og hún verður ólétt og nú á maður fjölskyldu, bíl og hús. Ég hef eiginlega aldrei verið hamingjusamari. Ef það væri ekki fyrir helvítis verðbólguna þá væri lífið fullkomið!" Félagar Óskars hafa samkvæmt honum einnig breytt lífi sínu til batnaðar. Hvorugur þeirra naut aðstoðar lögmanns í málinu. Þeir segjast ekki þurfa að verja sig - bara að segja sannleikann. „Ég trúi því að dómurinn meti mér til tekna hvernig ég hef tekið á mínu lífi," segir Óskar. „Ég þarf engan lögfræðing til að segja þeim það. Ég ber ábyrgð á mínu lífi." Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
„Þetta var byrjunin á því besta sem komið hefur fyrir mig,“ segir Óskar Örn Gíslason, einn þremenninga sem sviðsettu rán í 11-11 í Garðabæ fyrir rúmu ári. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Atburðarrásin í búðinni var líkust reyfarakenndri kvikmynd. Óskar kom inn klæddur kuldagalla og lambúshettu. Hann barði félaga sinn sem vann á kassa í golfið og náði 65 þúsund krónum úr kassanum. Ránsfengurinn var falinn heima hjá þriðja aðilanum sem ákærður er í málinu. „Úff, maður var í annarlegu ástandi þegar þetta gerðist. Eftir skýrslutökurnar fór ég strax í meðferð. Þetta var endapunkturinn á löngu ferli," segir Óskar sem er 21 árs og lítur nú um öxl og hefur öðlast nýtt sjónarhorn á lífið. Hann veit að gamlar syndir elta mann uppi en ekki sé hægt að takast á við ölduganginn nema með blöndu af auðmýkt og húmor. „Fólk gerir mistök, krakkar gera mistök. Maður var bara krakki og svo þegar harðnar í ári og maður á enga peninga þá virðast hinar heimskulegustu hugmyndir líta vel út," segir Óskar og bætir við: „Maður hefur þroskast mikið við þetta. Það er tími til kominn að horfast í augu við fortíðina." Óskar hefur fetað beinu brautina allt frá því að ránið afdrifaríka setti líf hans á hvolf. Hann segir þennan tíma hafa verið ævintýri líkastan: „Eftir meðferðina fór boltinn bara að rúlla - ég eignast frábæra kærustu og hún verður ólétt og nú á maður fjölskyldu, bíl og hús. Ég hef eiginlega aldrei verið hamingjusamari. Ef það væri ekki fyrir helvítis verðbólguna þá væri lífið fullkomið!" Félagar Óskars hafa samkvæmt honum einnig breytt lífi sínu til batnaðar. Hvorugur þeirra naut aðstoðar lögmanns í málinu. Þeir segjast ekki þurfa að verja sig - bara að segja sannleikann. „Ég trúi því að dómurinn meti mér til tekna hvernig ég hef tekið á mínu lífi," segir Óskar. „Ég þarf engan lögfræðing til að segja þeim það. Ég ber ábyrgð á mínu lífi."
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira