Innlent

SÞ skilgreinir nauðgun sem stríðstækni

Gríðarlegum fjölda kvenna hefur verið nauðgað í Darfúr-héraði í Súdan.
Gríðarlegum fjölda kvenna hefur verið nauðgað í Darfúr-héraði í Súdan. MYND/Reuters

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt einróma að skilgreina nauðganir sem sérstaka stríðstækni, en þar er átt við þegar skipulögðum nauðgunum er beitt í hernaði til þess að kúga heilu samfélögin.

Ban Ki-Moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að óhugnanlegur fjöldi nauðgana hafi átt sér stað í sumum stríðshrjáðum löndum og verður komið á sérstakri nefnd sem ætlað er að rannsaka í hversu miklum mæli naugðunum sé og hafi verið beitt samfara stríði og hvernig takast megi á við vandann.

Ban lýsti því einnig að hér væri á ferðinni þögult stríð gegn konum og stúlkum og hafa Kongó, Darfúr-hérað í Súdan, Rúanda og Júgóslavía verið nefnd sem dæmi þar sem kynferðisofbeldi hefur verið beitt skipulega í stríðsátökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×