Fleiri fréttir Veitir styrki til þróunar á kattamat og stígvélaþurrkara Byggðastofnun hefur veitt 69 verkefnum styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar á landsbyggðinni fyrir árin 2008 og 2009. 27.5.2008 15:06 Impregilo í rusli - handtökur í Napólí Dómari í Napólí á Ítalíu hefur fyrirskipað að 25 menn skuli hnepptir í stofufangelsi vegna meintra svika í tengslum við sorphirðu í suðurhluta landsins. 27.5.2008 14:59 Ekki komið til tals í ráðuneyti að hlutafélagavæða Landspítala Ekki hefur komið til umræðu í heilbrigðisráðuneytinu að hlutafélagavæða Landspítalann. Svo segir í svari Guðlaugs Þórs Þórðarssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins. 27.5.2008 14:48 Tókst að vinna gegn myndun stöðuvatns í Kína Verkfræðingum kínverska hersins hefur tekist að grafa skurð út frá stöðuvatni sem varð til þegar árfarvegur stíflaðist í jarðskjálftunum fyrir tveimur vikum. 27.5.2008 14:40 Hagsmunir Reykvíkinga meiri en Akureyringa Stjórnarmaður í samtökum um Betri byggð segir hagsmuni Reykvíkinga margfalt meiri en Akureyringa þegar kemur að Reykjavíkurflugvellinum. 27.5.2008 14:26 Nærri hundrað ákærðir fyrir mannrán í tíð Pinochets Dómari í Chile hefur ákært 98 fyrrum starfsmenn leynilögreglunnar í Chile vegna mannrána fyrir rúmum þremur áratugum. 27.5.2008 14:20 Forstjóri Strætó skilar greinargerð um málefni trúnaðarmanns „Við erum í því ferli núna að skila greinargerð um málið til okkar yfirmanna. Það er síðan mögulegt að gefin verði út yfirlýsing til fjölmiðla í kjölfarið en það er þeirra ákvörðun," segir Reynir Jónsson forstjóri Strætó bs. Talsverð læti hafa verið í kringum uppsögn trúnaðarmanns félagsins sem hefur sakað forstjórann um einelti. 27.5.2008 14:02 Þingfundi frestað frestað fram á kvöld Þingfundi, sem hófst klukkan tíu í morgun, lauk nú laust fyrir klukkan tvö eftir að fjallað hafði verið um tólf mál. Þingfundur er fyrirhugaður í kvöld en það eru almennar stjórnmálaumræður eða eldhúsdagur. 27.5.2008 14:02 Fífldirfska eða heimska Það er spurning um hvort þetta er fífldjarfasti gæsaungi í Massachusetts, eða sá heimskasti. Eða kannski veit hann bara að grimmdarlegi sléttuúlfurinn fyrir framan hann er bara úr plasti. 27.5.2008 13:41 Ákærður fyrir að borga nærri tvær milljónir í þóknun fyrir dópsmygl Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. 27.5.2008 13:29 Breskir trukkastjórar loka vegum Breskir vörubílstjórar gripu til aðgerða í dag til þess að mótmæla háu eldsneytisverði. 27.5.2008 13:23 Skipulagsstofnun svarar fyrir sig Skipulagsstofnun hefur svarað gagnrýni á hendur stofnuninni sem sett hefur verið fram í kjölfarið á áliti hennar á Bitruvirkjun. Samorka hefur meðal annars haldið því fram að Skipulagsstofnun hafi farið út fyrir valdsvið sitt í málinu. 27.5.2008 13:20 Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27.5.2008 12:58 Berlusconi rýkur upp í vinsældum Vinsældir Silvios Berlusconis hafa aukist verulega síðan hann varð forsætisráðherra Ítalíu. 27.5.2008 12:54 Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27.5.2008 12:54 Vörubílamótmæli í Lundúnum Búist er við að um eitt þúsund vöruflutningabílar muni teppa umferð í Lundúnum nú síðdegis til að mótmæla hækkandi olíuverði. Á sama tíma hvetur Frakklandsforseti til þess að Evrópusambandið lækki virðisaukaskatt á bensíni. 27.5.2008 12:49 Tíu mánaða fangelsi fyrir líflátshótanir og bensínsprengjuárás Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa meðal annars kastað bensínsprengju að heimili barnsmóður sinnar og hótað henni lífláti. 27.5.2008 12:42 Settur forstjóri Útlendingastofnunar í ár Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Hauk Guðmundsson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti forstjóra Útlendingastofnunar meðan á fæðingarorlofi Hildar Dungal, skipaðs forstjóra, stendur. 27.5.2008 12:06 Frjálslyndar konur vilja að forseti beiti synjunarvaldinu Konur í Frjálslynda flokknum skora á herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að neita að undirrita frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt. 27.5.2008 11:50 Hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Reykjanesi Umferðaryfirvöld hafa ákveðið að setja upp hraðamyndavélar á Garðskagavegi og Sandgerðisvegi á Reykjanesi. 27.5.2008 11:48 Sautján teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Þrettán karlar og fjórar konur voru tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 27.5.2008 11:44 Suu Kyi áfram í stofufangelsi Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, verður í stofufangelsi í að minnsta kosti hálft ár í viðbót. 27.5.2008 11:35 Náðaður heldur seint Ástralinn Colin Campbell hefur verið náðaður vegna nauðgunar og morðs á tólf ára gamalli telpu. 27.5.2008 11:17 Mun ekki setja fram skaðabótakröfu Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans, á ekki von á því að hann setji fram skaðabótakröfu vegna símahlerana á heimili sínu. 27.5.2008 11:15 Fundu nærri hundrað kannabisplöntur í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um eitt hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur i gærkvöld. 27.5.2008 11:00 Ísrael á 150 kjarnorkusprengjur Ísrael ræður yfir 150 kjarnorkusprengjum að sögn Jimmy Carters, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 27.5.2008 10:53 Skotfæri fundust í Öskjuhlíð Töluvert magn skotfæra úr seinni heimsstyrjöldinni fannst nýverið í Öskjuhlíð. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að maður á göngu hafi rekist á skotin við göngustíg. Hann tilkynnti fundinn til lögreglu sem aftur kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. 27.5.2008 10:43 Fornar kristalhauskúpur reyndust nútíma falsanir Tvær af best þekktu kristalhauskúpum heimins eru nútíma falsanir. Þær voru áður taldar vera frá tímum fornra menningarsamfélaga. 27.5.2008 10:25 Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. 27.5.2008 10:17 Lántaka er herkostnaður stóriðju og skattalækkana Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði 500 milljarða króna lán sem lagt er til að ríkissjóður megi taka herkostnað stóriðju, skattalækkana og útrásarævintýra síðustu ára. Hann benti jafnframt á að Vinstri - græn hefðu ítrekað kallað eftir aðgerðum í efnahagsmálum. 27.5.2008 10:14 Gaf Ehud Olmert mikið fé Bandarískur kaupsýslumaður sagði fyrir rétti í Ísrael í dag að hann hefði gefið hundruð þúsunda dollara í kosningasjóð Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels. 27.5.2008 10:09 Neitaði að virða tilmæli lögreglu um að stöðva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti í morgun karlmanni eftirför í austurbænum eftir að hann neitaði að virða beiðni lögreglu um að stöðva. 27.5.2008 09:59 BHM óánægt með vinnubrögð ríkisins í kjaraviðræðum Bandalag háskólamanna lýsir yfir óánægju með þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við yfirstandandi kjarasamningagerð af hálfu samninganefndar ríkisins. 27.5.2008 09:49 Kerstin Fritzl vöknuð Læknar í Austurríki hafa vakið hina nítján ára gömlu Kerstin Fritzl úr dái. 27.5.2008 09:31 Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27.5.2008 09:28 McCain vill fara með Obama til Írak John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, vill að hann og Barack Obama fari saman og skoði sig um í Írak. Obama mun að öllum líkindum hljóta útnefningu sem forsetaefni demókrata í sumar. 27.5.2008 08:48 Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningi við ríkið Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað trúnaðarmenn félagsins til fundar á fimmtudag til að fjalla um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á ríkið um gerð nýs kjarasamnings, 27.5.2008 08:41 Forsætisráðherra Dana gæti orðið næsti framkvæmdastjóri NATO Góðar líkur eru taldar á að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, geti orðið næsti framkvæmdastjóri NATO. Þetta fullyrðir danska blaðið Politiken, 27.5.2008 08:37 Símar hleraðir á 32 íslenskum heimilum Stjórnvöld létu hlera síma á 32 heimilum í sex lotum á árunum 1949 til 1968, að því er fram kemur í grein Kjartans Ólafssonar fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans og alþingismanns Alþýðubandalagsins, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 27.5.2008 08:29 Lögreglan notar reiðhjól vegna okurverðs á bensíni Lögregluþjónum á reiðhjólum fjölgar víðsvegar um Bandaríkin þessa dagana vegna hækkunar á olíuverði. Chris Menton, lektor í afbrotafræði við Roger Williams háskólann á Rhode Island, segir að reiðhjól geti í mörgum tilfellum verið heppilegri en bílar. Þetta eigi við bæði í úthverfum og í miðborgum þar sem mikil mannmergð er. 27.5.2008 08:15 Þrjár tilkynningar um verkfæraþjófnað Verkfæraþjófar voru enn á ferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina og bárust lögreglunni þrjár tilkynningar um slíkt. Verkfærunum var solið úr tveimur vinnuskúrum við nýbyggingar og úr einum bíl. Mikið hefur verið um slíka þjófnaði upp á síðkastið og leikur grunur á að um skipulagða starfssemi sé að ræða og að verkfærin séu jafnvel flutt úr landi í gámum.- 27.5.2008 08:12 Með þrjár tegundir fíkniefna í líkamanum Óvenju fjölbreytt fíkniefnaflóra reyndist vera í tveimur ökumönnum, sem teknir voru úr umferð á Akranesi um helgina vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. 27.5.2008 08:07 Friðargæsluliðar misnota börn Börn á stríðshrjáðum svæðum eru misnotuð af friðargæsluliðum sem eiga að gæta öryggis þeirra. Þetta segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Save the Children. 27.5.2008 07:59 Níu létust á Sri Lanka Sprengja sprakk í troðfullri farþegalest rétt fyrir utan Colombo, höfuðborg Sri Lanka í dag. Níu létust og 72 særðust. 26.5.2008 23:00 Segir "málflutning" fréttastofu Stöðvar 2 hneyksli Geir H. Haarde forsætisráðherra var afar harðorður í garð fréttastofu Stöðvar 2 í viðtali í þættinum Ísland í dag í kvöld. 26.5.2008 20:39 Sjá næstu 50 fréttir
Veitir styrki til þróunar á kattamat og stígvélaþurrkara Byggðastofnun hefur veitt 69 verkefnum styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar á landsbyggðinni fyrir árin 2008 og 2009. 27.5.2008 15:06
Impregilo í rusli - handtökur í Napólí Dómari í Napólí á Ítalíu hefur fyrirskipað að 25 menn skuli hnepptir í stofufangelsi vegna meintra svika í tengslum við sorphirðu í suðurhluta landsins. 27.5.2008 14:59
Ekki komið til tals í ráðuneyti að hlutafélagavæða Landspítala Ekki hefur komið til umræðu í heilbrigðisráðuneytinu að hlutafélagavæða Landspítalann. Svo segir í svari Guðlaugs Þórs Þórðarssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins. 27.5.2008 14:48
Tókst að vinna gegn myndun stöðuvatns í Kína Verkfræðingum kínverska hersins hefur tekist að grafa skurð út frá stöðuvatni sem varð til þegar árfarvegur stíflaðist í jarðskjálftunum fyrir tveimur vikum. 27.5.2008 14:40
Hagsmunir Reykvíkinga meiri en Akureyringa Stjórnarmaður í samtökum um Betri byggð segir hagsmuni Reykvíkinga margfalt meiri en Akureyringa þegar kemur að Reykjavíkurflugvellinum. 27.5.2008 14:26
Nærri hundrað ákærðir fyrir mannrán í tíð Pinochets Dómari í Chile hefur ákært 98 fyrrum starfsmenn leynilögreglunnar í Chile vegna mannrána fyrir rúmum þremur áratugum. 27.5.2008 14:20
Forstjóri Strætó skilar greinargerð um málefni trúnaðarmanns „Við erum í því ferli núna að skila greinargerð um málið til okkar yfirmanna. Það er síðan mögulegt að gefin verði út yfirlýsing til fjölmiðla í kjölfarið en það er þeirra ákvörðun," segir Reynir Jónsson forstjóri Strætó bs. Talsverð læti hafa verið í kringum uppsögn trúnaðarmanns félagsins sem hefur sakað forstjórann um einelti. 27.5.2008 14:02
Þingfundi frestað frestað fram á kvöld Þingfundi, sem hófst klukkan tíu í morgun, lauk nú laust fyrir klukkan tvö eftir að fjallað hafði verið um tólf mál. Þingfundur er fyrirhugaður í kvöld en það eru almennar stjórnmálaumræður eða eldhúsdagur. 27.5.2008 14:02
Fífldirfska eða heimska Það er spurning um hvort þetta er fífldjarfasti gæsaungi í Massachusetts, eða sá heimskasti. Eða kannski veit hann bara að grimmdarlegi sléttuúlfurinn fyrir framan hann er bara úr plasti. 27.5.2008 13:41
Ákærður fyrir að borga nærri tvær milljónir í þóknun fyrir dópsmygl Fjórir menn sem allir hafa á einhverjum tíma setið í gæsluvarðhaldi vegna hraðsendingarmálsins svokallaða eru allir ákærðir fyrir skipulagningu smyglsins. 27.5.2008 13:29
Breskir trukkastjórar loka vegum Breskir vörubílstjórar gripu til aðgerða í dag til þess að mótmæla háu eldsneytisverði. 27.5.2008 13:23
Skipulagsstofnun svarar fyrir sig Skipulagsstofnun hefur svarað gagnrýni á hendur stofnuninni sem sett hefur verið fram í kjölfarið á áliti hennar á Bitruvirkjun. Samorka hefur meðal annars haldið því fram að Skipulagsstofnun hafi farið út fyrir valdsvið sitt í málinu. 27.5.2008 13:20
Lögreglan skoðar atvik í 10/11 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki. 27.5.2008 12:58
Berlusconi rýkur upp í vinsældum Vinsældir Silvios Berlusconis hafa aukist verulega síðan hann varð forsætisráðherra Ítalíu. 27.5.2008 12:54
Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið. 27.5.2008 12:54
Vörubílamótmæli í Lundúnum Búist er við að um eitt þúsund vöruflutningabílar muni teppa umferð í Lundúnum nú síðdegis til að mótmæla hækkandi olíuverði. Á sama tíma hvetur Frakklandsforseti til þess að Evrópusambandið lækki virðisaukaskatt á bensíni. 27.5.2008 12:49
Tíu mánaða fangelsi fyrir líflátshótanir og bensínsprengjuárás Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa meðal annars kastað bensínsprengju að heimili barnsmóður sinnar og hótað henni lífláti. 27.5.2008 12:42
Settur forstjóri Útlendingastofnunar í ár Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Hauk Guðmundsson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti forstjóra Útlendingastofnunar meðan á fæðingarorlofi Hildar Dungal, skipaðs forstjóra, stendur. 27.5.2008 12:06
Frjálslyndar konur vilja að forseti beiti synjunarvaldinu Konur í Frjálslynda flokknum skora á herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að neita að undirrita frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt. 27.5.2008 11:50
Hraðamyndavélar á tveimur stöðum á Reykjanesi Umferðaryfirvöld hafa ákveðið að setja upp hraðamyndavélar á Garðskagavegi og Sandgerðisvegi á Reykjanesi. 27.5.2008 11:48
Sautján teknir fyrir ölvunarakstur um helgina Þrettán karlar og fjórar konur voru tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 27.5.2008 11:44
Suu Kyi áfram í stofufangelsi Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, verður í stofufangelsi í að minnsta kosti hálft ár í viðbót. 27.5.2008 11:35
Náðaður heldur seint Ástralinn Colin Campbell hefur verið náðaður vegna nauðgunar og morðs á tólf ára gamalli telpu. 27.5.2008 11:17
Mun ekki setja fram skaðabótakröfu Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans, á ekki von á því að hann setji fram skaðabótakröfu vegna símahlerana á heimili sínu. 27.5.2008 11:15
Fundu nærri hundrað kannabisplöntur í Vesturbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um eitt hundrað kannabisplöntur við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur i gærkvöld. 27.5.2008 11:00
Ísrael á 150 kjarnorkusprengjur Ísrael ræður yfir 150 kjarnorkusprengjum að sögn Jimmy Carters, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 27.5.2008 10:53
Skotfæri fundust í Öskjuhlíð Töluvert magn skotfæra úr seinni heimsstyrjöldinni fannst nýverið í Öskjuhlíð. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að maður á göngu hafi rekist á skotin við göngustíg. Hann tilkynnti fundinn til lögreglu sem aftur kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. 27.5.2008 10:43
Fornar kristalhauskúpur reyndust nútíma falsanir Tvær af best þekktu kristalhauskúpum heimins eru nútíma falsanir. Þær voru áður taldar vera frá tímum fornra menningarsamfélaga. 27.5.2008 10:25
Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. 27.5.2008 10:17
Lántaka er herkostnaður stóriðju og skattalækkana Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði 500 milljarða króna lán sem lagt er til að ríkissjóður megi taka herkostnað stóriðju, skattalækkana og útrásarævintýra síðustu ára. Hann benti jafnframt á að Vinstri - græn hefðu ítrekað kallað eftir aðgerðum í efnahagsmálum. 27.5.2008 10:14
Gaf Ehud Olmert mikið fé Bandarískur kaupsýslumaður sagði fyrir rétti í Ísrael í dag að hann hefði gefið hundruð þúsunda dollara í kosningasjóð Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels. 27.5.2008 10:09
Neitaði að virða tilmæli lögreglu um að stöðva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti í morgun karlmanni eftirför í austurbænum eftir að hann neitaði að virða beiðni lögreglu um að stöðva. 27.5.2008 09:59
BHM óánægt með vinnubrögð ríkisins í kjaraviðræðum Bandalag háskólamanna lýsir yfir óánægju með þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við yfirstandandi kjarasamningagerð af hálfu samninganefndar ríkisins. 27.5.2008 09:49
Kerstin Fritzl vöknuð Læknar í Austurríki hafa vakið hina nítján ára gömlu Kerstin Fritzl úr dái. 27.5.2008 09:31
Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki. 27.5.2008 09:28
McCain vill fara með Obama til Írak John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, vill að hann og Barack Obama fari saman og skoði sig um í Írak. Obama mun að öllum líkindum hljóta útnefningu sem forsetaefni demókrata í sumar. 27.5.2008 08:48
Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningi við ríkið Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað trúnaðarmenn félagsins til fundar á fimmtudag til að fjalla um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á ríkið um gerð nýs kjarasamnings, 27.5.2008 08:41
Forsætisráðherra Dana gæti orðið næsti framkvæmdastjóri NATO Góðar líkur eru taldar á að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, geti orðið næsti framkvæmdastjóri NATO. Þetta fullyrðir danska blaðið Politiken, 27.5.2008 08:37
Símar hleraðir á 32 íslenskum heimilum Stjórnvöld létu hlera síma á 32 heimilum í sex lotum á árunum 1949 til 1968, að því er fram kemur í grein Kjartans Ólafssonar fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans og alþingismanns Alþýðubandalagsins, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 27.5.2008 08:29
Lögreglan notar reiðhjól vegna okurverðs á bensíni Lögregluþjónum á reiðhjólum fjölgar víðsvegar um Bandaríkin þessa dagana vegna hækkunar á olíuverði. Chris Menton, lektor í afbrotafræði við Roger Williams háskólann á Rhode Island, segir að reiðhjól geti í mörgum tilfellum verið heppilegri en bílar. Þetta eigi við bæði í úthverfum og í miðborgum þar sem mikil mannmergð er. 27.5.2008 08:15
Þrjár tilkynningar um verkfæraþjófnað Verkfæraþjófar voru enn á ferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina og bárust lögreglunni þrjár tilkynningar um slíkt. Verkfærunum var solið úr tveimur vinnuskúrum við nýbyggingar og úr einum bíl. Mikið hefur verið um slíka þjófnaði upp á síðkastið og leikur grunur á að um skipulagða starfssemi sé að ræða og að verkfærin séu jafnvel flutt úr landi í gámum.- 27.5.2008 08:12
Með þrjár tegundir fíkniefna í líkamanum Óvenju fjölbreytt fíkniefnaflóra reyndist vera í tveimur ökumönnum, sem teknir voru úr umferð á Akranesi um helgina vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. 27.5.2008 08:07
Friðargæsluliðar misnota börn Börn á stríðshrjáðum svæðum eru misnotuð af friðargæsluliðum sem eiga að gæta öryggis þeirra. Þetta segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Save the Children. 27.5.2008 07:59
Níu létust á Sri Lanka Sprengja sprakk í troðfullri farþegalest rétt fyrir utan Colombo, höfuðborg Sri Lanka í dag. Níu létust og 72 særðust. 26.5.2008 23:00
Segir "málflutning" fréttastofu Stöðvar 2 hneyksli Geir H. Haarde forsætisráðherra var afar harðorður í garð fréttastofu Stöðvar 2 í viðtali í þættinum Ísland í dag í kvöld. 26.5.2008 20:39