Fleiri fréttir

Impregilo í rusli - handtökur í Napólí

Dómari í Napólí á Ítalíu hefur fyrirskipað að 25 menn skuli hnepptir í stofufangelsi vegna meintra svika í tengslum við sorphirðu í suðurhluta landsins.

Forstjóri Strætó skilar greinargerð um málefni trúnaðarmanns

„Við erum í því ferli núna að skila greinargerð um málið til okkar yfirmanna. Það er síðan mögulegt að gefin verði út yfirlýsing til fjölmiðla í kjölfarið en það er þeirra ákvörðun," segir Reynir Jónsson forstjóri Strætó bs. Talsverð læti hafa verið í kringum uppsögn trúnaðarmanns félagsins sem hefur sakað forstjórann um einelti.

Þingfundi frestað frestað fram á kvöld

Þingfundi, sem hófst klukkan tíu í morgun, lauk nú laust fyrir klukkan tvö eftir að fjallað hafði verið um tólf mál. Þingfundur er fyrirhugaður í kvöld en það eru almennar stjórnmálaumræður eða eldhúsdagur.

Fífldirfska eða heimska

Það er spurning um hvort þetta er fífldjarfasti gæsaungi í Massachusetts, eða sá heimskasti. Eða kannski veit hann bara að grimmdarlegi sléttuúlfurinn fyrir framan hann er bara úr plasti.

Skipulagsstofnun svarar fyrir sig

Skipulagsstofnun hefur svarað gagnrýni á hendur stofnuninni sem sett hefur verið fram í kjölfarið á áliti hennar á Bitruvirkjun. Samorka hefur meðal annars haldið því fram að Skipulagsstofnun hafi farið út fyrir valdsvið sitt í málinu.

Lögreglan skoðar atvik í 10/11

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki.

Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið

Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið.

Vörubílamótmæli í Lundúnum

Búist er við að um eitt þúsund vöruflutningabílar muni teppa umferð í Lundúnum nú síðdegis til að mótmæla hækkandi olíuverði. Á sama tíma hvetur Frakklandsforseti til þess að Evrópusambandið lækki virðisaukaskatt á bensíni.

Settur forstjóri Útlendingastofnunar í ár

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sett Hauk Guðmundsson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti forstjóra Útlendingastofnunar meðan á fæðingarorlofi Hildar Dungal, skipaðs forstjóra, stendur.

Suu Kyi áfram í stofufangelsi

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, verður í stofufangelsi í að minnsta kosti hálft ár í viðbót.

Náðaður heldur seint

Ástralinn Colin Campbell hefur verið náðaður vegna nauðgunar og morðs á tólf ára gamalli telpu.

Mun ekki setja fram skaðabótakröfu

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans, á ekki von á því að hann setji fram skaðabótakröfu vegna símahlerana á heimili sínu.

Skotfæri fundust í Öskjuhlíð

Töluvert magn skotfæra úr seinni heimsstyrjöldinni fannst nýverið í Öskjuhlíð. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að maður á göngu hafi rekist á skotin við göngustíg. Hann tilkynnti fundinn til lögreglu sem aftur kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar.

Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf

Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir.

Lántaka er herkostnaður stóriðju og skattalækkana

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði 500 milljarða króna lán sem lagt er til að ríkissjóður megi taka herkostnað stóriðju, skattalækkana og útrásarævintýra síðustu ára. Hann benti jafnframt á að Vinstri - græn hefðu ítrekað kallað eftir aðgerðum í efnahagsmálum.

Gaf Ehud Olmert mikið fé

Bandarískur kaupsýslumaður sagði fyrir rétti í Ísrael í dag að hann hefði gefið hundruð þúsunda dollara í kosningasjóð Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels.

Kerstin Fritzl vöknuð

Læknar í Austurríki hafa vakið hina nítján ára gömlu Kerstin Fritzl úr dái.

Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki

Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki.

McCain vill fara með Obama til Írak

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, vill að hann og Barack Obama fari saman og skoði sig um í Írak. Obama mun að öllum líkindum hljóta útnefningu sem forsetaefni demókrata í sumar.

Hjúkrunarfræðingar höfnuðu samningi við ríkið

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað trúnaðarmenn félagsins til fundar á fimmtudag til að fjalla um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á ríkið um gerð nýs kjarasamnings,

Símar hleraðir á 32 íslenskum heimilum

Stjórnvöld létu hlera síma á 32 heimilum í sex lotum á árunum 1949 til 1968, að því er fram kemur í grein Kjartans Ólafssonar fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans og alþingismanns Alþýðubandalagsins, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Lögreglan notar reiðhjól vegna okurverðs á bensíni

Lögregluþjónum á reiðhjólum fjölgar víðsvegar um Bandaríkin þessa dagana vegna hækkunar á olíuverði. Chris Menton, lektor í afbrotafræði við Roger Williams háskólann á Rhode Island, segir að reiðhjól geti í mörgum tilfellum verið heppilegri en bílar. Þetta eigi við bæði í úthverfum og í miðborgum þar sem mikil mannmergð er.

Þrjár tilkynningar um verkfæraþjófnað

Verkfæraþjófar voru enn á ferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina og bárust lögreglunni þrjár tilkynningar um slíkt. Verkfærunum var solið úr tveimur vinnuskúrum við nýbyggingar og úr einum bíl. Mikið hefur verið um slíka þjófnaði upp á síðkastið og leikur grunur á að um skipulagða starfssemi sé að ræða og að verkfærin séu jafnvel flutt úr landi í gámum.-

Friðargæsluliðar misnota börn

Börn á stríðshrjáðum svæðum eru misnotuð af friðargæsluliðum sem eiga að gæta öryggis þeirra. Þetta segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Save the Children.

Níu létust á Sri Lanka

Sprengja sprakk í troðfullri farþegalest rétt fyrir utan Colombo, höfuðborg Sri Lanka í dag. Níu létust og 72 særðust.

Sjá næstu 50 fréttir