Innlent

Neitaði að virða tilmæli lögreglu um að stöðva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti í morgun karlmanni eftirför í austurbænum eftir að hann neitaði að virða beiðni lögreglu um að stöðva.

Maðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og eftir að hann virti beiðni lögreglumanna á lögreglubíl að vettugi bættust fleiri lögreglubílar og -hjól í hópinn og var maðurinn stöðvaður fljótlega að sögn lögreglu.

Hann var færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu og verður sleppt að henni lokinni. Lögregla segir það koma reglulega fyrir að bílstjórar virði beiðni um að stöðva að vettugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×