Innlent

Segir "málflutning" fréttastofu Stöðvar 2 hneyksli

Andri Ólafsson skrifar
Geir og Ingibjörg hafa ítrekað verið minnt á loforð sín og stefnumál í fréttum Stöðvar 2
Geir og Ingibjörg hafa ítrekað verið minnt á loforð sín og stefnumál í fréttum Stöðvar 2

Geir H. Haarde forsætisráðherra var afar harðorður í garð fréttastofu Stöðvar 2 í viðtali í þættinum Ísland í dag í kvöld.

Geir sagði að síendurteknar áminningar fréttastofunnar á orðum Ingibjargar Sólrúnar um eftirlaunafrumvarpið umdeilda væru "hneyksli".

Hann sagði að fréttastofan væri með þessu að leggja Ingibjörgu í einelti og að fréttastofan héldi upp í málflutningi, ekki fréttaflutningi.

Fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 er Steingrímur Sævarr Ólafsson. Hann sagði við Vísi í kvöld það koma á óvart hversu viðkvæmir forystumenn ríkisstjórnarinnar séu fyrir því að vera minntir á það fyrir hvað þeir standa fyrir.

"Ef það er einelti að minna á kosningaloforð eins stjórnmálaflokks og stefnu annars þá get ég kannski tekið undir málflutning forsætisráðherra," segir Steingrímur Sævarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×