Erlent

McCain vill fara með Obama til Írak

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana, vill að hann og Barack Obama fari saman og skoði sig um í Írak. Obama mun að öllum líkindum hljóta útnefningu sem forsetaefni demókrata í sumar. McCain gagnrýnir hann harðlega fyrir stefnu hans í málefnum Írak og segir að Obama hafi um langt skeið viljað draga herinn til baka. Hann gagnrýnir Obama harðlega fyrir að hafa ekki komið til Írak í tvö ár og segir hann ekki vera nógu reynslumikinn í utanríkismálum til að gegna embætti forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×