Innlent

Þrjár tilkynningar um verkfæraþjófnað

Verkfæraþjófar voru enn á ferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina og bárust lögreglunni þrjár tilkynningar um slíkt. Verkfærunum var solið úr tveimur vinnuskúrum við nýbyggingar og úr einum bíl. Mikið hefur verið um slíka þjófnaði upp á síðkastið og leikur grunur á að um skipulagða starfssemi sé að ræða og að verkfærin séu jafnvel flutt úr landi í gámum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×