Erlent

Nærri hundrað ákærðir fyrir mannrán í tíð Pinochets

Augusto Pinchet, fyrrverandi forseti Chile.
Augusto Pinchet, fyrrverandi forseti Chile. MYND/AP

Dómari í Chile hefur ákært 98 fyrrum starfsmenn leynilögreglunnar í Chile vegna mannrána fyrir rúmum þremur áratugum.

Augusto Pinochet, fyrrverandi forseti Chile, komst til valda í byltingu hersins árið 1973. Tveimur árum síðar rændi leynilögregla hans 119 stjórnarandstæðingum og myrti þá alla. Lík meirihluta þeirra hafa fundist en enn er ekkert vitað um líkamsleifar margra.

Saksóknarar reyndu að koma lögum yfir Pinochet sjálfan en hann dó aldraður í faðmi fjölskyldu sinnar áður en það tókst. Sumir þeirra sem nú hafa verið ákærðir eru þegar í fangelsi fyrir aðrar sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×