Innlent

Vilja að farið verði yfir gjaldtökuheimildir háskóla

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Minnihlutinn í menntamálanefnd vill að menntamálaráðherra skipi starfshóp til þess að fara yfir gjaldtökuheimildir opinberra háskóla og framkvæmd þeirra.

Þetta kemur fram í breytingartillögum minnihlutans vegna frumvarps um opinbera háskóla. Þau Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, leggja enn fremur til í bráðabirgðaákvæði með lögunum að starfshópurinn gangi úr skugga um að gjaldtaka sé í samræmi við kostnað skólanna við að veita viðkomandi þjónustu.

Gert er ráð fyrir að í starfshópnum eigi sæti þrír fulltrúar Háskóla Íslands og þrír fulltrúar Háskólans á Akureyri og að ráðherra skipi þrjá fulltrúa án tilnefningar. Samkvæmt hugmyndum þingmannanna á starfshópurinn að skila skýrslu til ráðherra ekki síðar en í janúar 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×